Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar 28.09.06

28.09 2006 - Fimmtudagur

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps
-28. september 2006, haldinn í Miklagarði kl. 12.45

Mætt til fundar: Gísli Arnar Gíslason, Kristín Reynisdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir og Ester Rósa Halldórsdóttir.
Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1. mál: Ræddar hugmyndir um samstarfssamning við æskulýðs- og íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Farið yfir hugmyndir um samstarfssamninga við æskulýðs- og íþróttafélögin, t. d. U. M. F. E., Unglingadeild SVÍ og æskulýðsstarf kirkjunnar.

Formaður vinnur að málinu fyrir næsta fund.

2. mál: Önnur mál.

a) Byrjað var á að koma á framfæri að Ester Rósa Halldórsdóttir hefði boðað forföll á fyrsta fund nefndarinn 14. sept. síðastliðinn.

b) Lengja opnunartíma íþróttahúss. Ræddar hugmyndir um að hafa opið einhver kvöld í viku. Nefndin veltir því fyrir sér hvort hún geti haft áhrif á það, einnig veltir nefndin því fyrir sér hvort ekki eigi að vera starfsmaður þegar íþróttahúsið er opið snemma morguns 06:00-08:00.

c) Tillaga um glerskápa undir verðlaunagripi sem settir verði upp í íþróttahúsinu. Tillagan samþykkt samhljóða.

d) Hlutverk nefndarinnar. Æskulýðs- og íþróttanefnd samþykkir að afla upplýsinga um hlutverk æskulýðs- og íþróttanefnda í öðrum sveitarfélögum og að í framhaldinu verði skilgreint hlutverk nefndarinnar, sem síðan hljóti samþykkt hreppsnefndar.

e) Nefndin óskar eftir útprentun á fjárhagsáætlun hreppsins er varðar æskulýðs- og íþróttamál.

3. mál: Skoðunarferð í félagsmiðstöðina Drekann. Farið var félagsmiðstöðin skoðuð. Nefdarmenn ræddu við Sylvíu Björk Kristjánsdóttur, sem kemur til sem forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar. Málin rædd og ákveðið að halda áfram með umræðuna á næsta fundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið.


f. h. nefndarinnar, Hrafnhildur HelgadóttirTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir