Fundargerðir æskulýðs- og íþróttanefndar 16.11.07

16.11 2007 - Föstudagur

5. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar.

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps haldinn 16. nóvember 2007 í Miklagarði kl. 08:30.

Mætt til fundar: Linda Björk Stefánsdóttir, Gísli Arnar Gíslason, Hrafnhildur Helgadóttir, Nikulás Hjaltason, Ester Rósa Halldórsdóttir, Kristín Hrönn Reynisdóttir og Magnús Már Þorvaldsson.

Fráfarandi formaður, Gísli Arnar Gíslason, vék af fundi og tók Magnús Már við fundarstjórn. Var síðan gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1. mál: Bréf Gísla Arnar Gíslasonar, dags. 04. nóv. 2007, varðandi úrsögn úr nefndinni. Lagt fram til kynningar.

2. mál: Kosning formanns og varaformanns. Magnús Már lagði fram tillögu að Linda Björk tæki að sér formennsku og kosið yrði um þá tillögu. Ennfremur að kosið yrði um Nikulás Hjaltason sem varaformann. Leynileg atkvæðagreiðsla álitin óþörf og handaupprétting viðhöfð.

Kosning:
Linda Björk Stefánsdóttir tilnefnd sem formaður. Samþykkt samhljóða.
Nikulás Hjaltason tilnefndur sem varaformaður. Samþykkt samhljóða.

Magnús Már vék af fundi kl. 08:45 og tók Gísli Arnar, nýráðinn æskulýðs- og íþróttafulltrúi, sæti hans. Nýkjörinn formaður tók síðan við fundarstjórn.

3. mál: Punktar æskulýðs- og íþróttafulltrúa varðandi félagsmiðstöðina Drekann.
Æskulýðs- og íþróttafulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð frá fundi hans með Silvíu Kristjánsdóttur og Arnari Ingólfssyni, umsjónarmönnum Drekans. Ýmsar hugmyndir voru ræddar varðandi starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og ákveðið að skoða þau mál nánar. Einnig ákveðið að nefndarfólk fari og skoði félagsmiðstöðina á næsta fundi.

4. mál: Önnur mál.
a) Aldurstakmark í tækjasal og opnunartími íþróttahúss: Ákveðið að starfsmaður kanni þessi mál fyrir næsta fund.

b) Tilkynning vegna aldurstakmarka í ljósabekki sveitarfélagsins: Búið að setja upp tilkynningu hér að lútandi í húsinu.

c) Skemmdir við Selárdalslaug: Velt upp hvort ekki væri rétt að þeir aðilar sem valdir urðu að skemmdum sæti ábyrgð og greiði fyrir þær. Ákveðið að starfsmaður kanni málið nánar.

d) Aðbúnaður við sundlaug: Mikil umræða fór fram um þetta mál, ákveðið að starfsmaður skoði málið nánar.

e) Viðburðaskrá inn á hvert heimili varðandi félagsstarf í boði: Ræddar hugmyndir um að taka saman í töflu það sem í boði er í félagsstarfsemi í sveitarfélaginu – taflan send í hvert hús til upplýsinga. Nefndin ákvað að skoða málið nánar og kanna viðbrögð þeirra er vinna að þessum málum.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.

F. h. nefndarinnar, Hrafnhildur HelgadóttirTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir