Fundargerðir æskulýðs- og íþróttanefndar 25.02.2008

25.02 2008 - Mánudagur

7.fundur æskulýðs- og íþróttanefndar.

Fundur æskulýðs-og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps 25. febrúar 2008, haldinn í Miklagarði kl:08:30.

Mætt til fundar: Hrafnhildur Helgadóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Nikulás Hjaltason,
Kristín Hrönn Reynisdóttir, Ester Rósa Halldórsdóttir og Gísli Arnar Gíslason æskulýðs- og íþróttafulltrúi.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1. mál: Lögð fram fundargerð síðasta fundar: Fundargerðin samþykkt.
2. Mál: Umgengnisreglur sparkvalla. Lagðar fram umgengnisreglur sem æskulýðs- og íþróttafulltrúi hefur sett saman. Umgengnisreglurnar samþykktar.
3. Mál: Aldurstakmark í tækjasal íþróttahúss: Nefndin samþykkir þetta fyrir sitt leyti af því undangengnu að eftirlit verði aukið og öryggi barnanna verði tryggt. Nefndin leggur ennfremur fram eftirfarandi bókun.

-Bókun-
Nefndin lýsir mikilli undrun sinni á afgreiðslu þessa máls og hefði talið eðlilegast að hreppsnefnd vísaði þessu máli aftur til æskulýðs- og íþróttanefndar í stað starfsnefndar. Nefndin telur að sér vegið með stofnun sérstakrar starfsnefndar. Formaður æskulýðs- og íþróttanefndar hafði samband við menntaðann barnasjúkraþjálfara og kýropraktor, báðir þessir aðilar voru á öndveru meiði við skoðun Kára Jónssonar sem kom fram í bókun starfsnefndar.


Önnur mál:

a). Opnunartími íþróttahúss: Nefndin ræddi hvort eðlilegt væri komið til opnun kl:06:00 að
morgni án starfsmanns. Nefndin telur að starfsmaður þurfi að vera til staðar.

b). Sumaropnun íþróttahúss: Nefndin leggur fram bókun:

-Bókun-
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur til að skoðað verið með aukna opnun á komandi sumri.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir