Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 8. mars 2008

08.03 2008 - Laugardagur

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar.

 

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps

8.mars 2007,haldinn í Miklagarði kl.12.15.

 

Mætt til fundar: Gísli Arnar Gíslason, Ester Rósa Halldórsdóttir, Kristín Hrönn Reynisdóttir,

Linda Björk Stefánsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir og Magnús Már Þorvaldsson.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar.  Síðan gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

 

1.mál: Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar frá 28. september 2006 lögð fram.

Rætt um fundargerðina og hún samþykkt.

 

2.mál: Erindisbréf æskulýðs- og íþróttanefndar.  Lagt fram til umfjöllunnar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða af fundarmönnum.

Vísað til staðfestingar í hreppsnefnd.

 

3.mál: Önnur mál

 

a.)    Fært til bókar: Tekið til umræðu morgunopnun íþróttahúss í ljósi þess að mæting

hefur minnkað stórlega, því velt upp hvar sveitarfélagið stendur komi eitthvað fyrir þegar enginn er starfsmaðurinn.  Nefndin vill skoða hvort þörf er á að lengja opnunartíma hússins að kvöldi með hliðsjón af nýjum tímum, svo sem Fit-Pilates, að kvöldi.

 

Vakin var athygli á notkun ljósalampa og hvort eðlilegt sé að þeir séu í rekstri sveitafélagsins og húsi þess.  Bent var á rannsóknir sem sýna aukningu húðkrabbameins sem rakin er til ljósanotkunar.  Nefndin tók ekki efnislega afstöðu til málsins að sinni en hvetur til þess að tekið verði á aðgengi ungmenna að ljósalömpum hið fyrsta og sett verði aldurstakmark á.

 

b)Keyptur hefur verið glerskápur undir verðlaunagripi sem staðsettur verður í

íþróttahúsinu og kemur hann í apríl.  Nefndin lítur svo á að með því fari gossjálfsalinn úr húsinu og er það vel.

 

c.)  Tillaga nefndar: 

 

-Tillaga-

Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur til við hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps að komið verði á fót styrktarsjóði er hefur það að markmiði að styrkja ungt fólk sem skarar fram úr á sviði æskulýðs- og íþróttamála og þurfa að sækja æfingar/verkefni um langan veg.  Lagt er til að hreppsnefnd álykti um málið á næsta fundi nefndarinnar.

 

Samþykkt að senda tillöguna til hreppsnefndar til afgreiðslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:15.

F.h. nefndarinnar, Hrafnhildur Helgadóttir
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir