Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 20. maí 2008

20.05 2008 - Þriðjudagur

Fundargerð 8.fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps.

 

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps 20.maí 2008, haldinn á skrifstofu Ungmennafélagsins Einherja kl: 16:00.

 

Mætt til fundar: Hrafnhildur Helgadóttir, Linda Björk Stefánsdóttir formaður, Nikulás Hjaltason, Ester Rósa Halldórsdóttir, Kristín Hrönn Reynisdóttir og Gísli Arnar Gíslason, æskulýðs- og íþróttafulltrúi.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og síðan gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

 

     1.mál: Lögð fram fundargerð síðasta fundar.  Fundargerðin samþykkt.

 

     2.mál: Golfmál, kynning: Gísli Arnar kynnti stöðu golfmála hér í hreppnum og einnig það sem á döfinni væri, svosem að koma á golfkennslu til að auka áhuga og hressa upp á kunnáttu þeirra sem áhuga hafa á þessari íþrótt.  Fund sem hann boðaði með áhugafólki um golf o. fl.

 

     3.mál: Gervigrasvöllur-viðhald:  Í athugun er að fá aðila frá Sport-tæki ehf til að sinna viðhaldi.  Ný mörk hafa verið sett upp á vellinum og er það gleðiefni fyrir fótboltaiðkendur.  Ákveðið að setja upp planka utan á grindverkið svo börn geti staðið þar, er það gert til að minnka slysahættu þegar verið er að horfa á það sem fer fram innan vallar.

 

     4.mál; Málefni Drekans: Silvía Kristjánsdóttir hefur látið af störfum við félagsmiðstöðina Drekann.  Nefndin þakkar henni vel unnin störf.

Þann 17. apríl sat æskul.- og íþróttafulltrúi aðalfund Samfés á Akureyri þar sem félagsmiðstöðin Drekinn fékk formlega aðild að samtökunum.

   

       5.mál: Önnur mál:

     a). Gísli Arnar sat aðalfund FÍÆT, félag íþrótta,-æskulýðs- og tómstundafulltrúa 2. og 3. maí.

     b). Dagur barnsins 25. maí. Dagskrá í mótun en æskulýðs- og íþróttanefnd sér um veitingar.

c).Einnig umræður um hjóladag sem settur er á tímabilið 26.-30. maí næstkomandi.

     d). Æskulýðs-og íþróttanefnd veltir fyrir sér hvort komið hafi til tals innan hreppsnefndar aukin sumaropnun íþróttahúss en sl. 2 sumur hefur opnun miðast við 3ja daga opnun.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:17:20.

 

F.h. Nefndarinnar Hrafnhildur Helgadóttir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir