Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 22. janúar 2009

22.01 2009 - Fimmtudagur

9.fundur æskulýðs-og íþróttanefndar.

 

Fundur haldinn í Miklagarði fimmtudaginn 22.janúar kl: 08:30.

 

Mætt til fundar: Linda Björk Stefánsdóttir, Nikulás Hjaltason, Hrafnhildur Helgadóttir, Ester Rósa Halldórsdóttir, Kristín Hrönn Reynisdóttir og Gísli Arnar Gíslason æskulýðs- og íþróttafulltrúi.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar  og síðan var gengið til dagskrár.

 

   Dagskrá:

 

1.     mál:  Punktar æskulýðs-og íþróttafulltrúa varðandi félagsmiðstöðina Drekann,

Starfsemin gengur vel og lýstu nefndarmenn ánægju sinni með það.

2.     Mál:  Bréf Gísla Arnars Gíslasonar- varðandi uppsögn á starfi.

Miklar umræður urðu innan nefndarinnar um innihald bréfsins og lagði nefndin fram eftirfarandi bókun:

 

     -Bókun-

 

       Æskulýðs- og íþróttanefnd skorar á sveitarfélagið að það leggi sitt af mörkum

       til að halda núverandi æskulýðs- og íþróttafulltrúa í starfi.

 

      3.mál: Önnur mál.

 

       a).  Gísli kynnti Lífshlaupið; lagt fram til kynningar.

       b).  Opnun íþróttahúss kl;06:00 að morgni:  Miklar umræður spunnust um þetta

              mál. Nefndin leggur fram eftirfarandi bókun.

 

       -Bókun-

  

 Nefndin fagnar morgunopnun en hefði talið að æskilegt að starfsmaður íþróttahúss væri viðstaddur.  Einnig voru nefndarmenn sammála um að eðlilegast hefði verið að morgunopnun íþróttahúss kæmi inn á borð nefndarinnar áður en dreifibréf voru borin í hús.

 

c).  Stofnun golfklúbbs á Vopnafirði: Æskulýðs- og  íþróttanefnd fagnar

                stofnun golfklúbbs á Vopnafirði og óskar þeim velfarnaðar í nánustu

                framtíð.

d)  formaður lagði fram tillögu um að frítt yrði í líkamsræktartæki

                íþróttahúss í febrúar.  Samþykkt.

 

 

 

 

        e) Formaður sagði frá því að sveitarfélagið væri búið að borga upp

            líkamsræktartæki í íþróttahúsi.  Æskulýðs- og íþróttanefnd vill að tryggt

            verði að reglulegt viðhald verði á tækjunum.

 

       f).  Formaður lagði fram tillögu um að nemendur 9 og 10 bekkjar

             fái að leigja salinn í íþróttahúsi án ábyrgðaraðila, að ákveðnum

             skilyrðum settum. s. s. ekki not á fimmleikatækjum.

             Samþykkti nefndin það.

 

 

       Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 10:30.

 

       F.h. n. Hrafnhildur Helgadóttir.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir