Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 01. júlí 2010

05.07 2010 - Mánudagur

Æskulýðs- og íþróttanefnd

 

Fundur í Æskulýðs- og íþróttanefnd var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 11.00  á fimmtudaginn 1. júlí 2010.

Á fundinn voru mætt Arnar Geir Magnússon, Einar Björn Kristbergsson, Ester Rósa Halldórsdóttir, Júlíanna Ólafsdóttir og Símon Svavarsson..   Jafnframt voru mætt Þórunn Egilsdóttir, oddviti og Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1. mál. Sveitarstjóri/Oddviti opnar fund og býður nýja nefndarmenn velkomna til starfa.

 

Sveitarstjóri og oddviti buðu fundarmenn velkomna og óskuðu nýkjörnum fulltrúum nefndarinnar til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfinu sem framundan er.

2. mál Kosning formanns

 

Gengið til kosninga um formann nefndarinnar.   Tillaga kom fram um Arnar Geir Magnússo, sem formann.   Engar aðrar tillögur komu fram.

Fyrirliggjandi tillaga um Arnar sem formann samþykkt með 6 atkvæðum 1 sat hjá..

3. mál Kosning varaformanns

 

Gengið til kosninga um varaformann.   Tillaga kom fram um Ester Rósu Halldórsdóttur, sem varaformann.   Engar aðrar tillögur komu fram.

Fyrirliggjandi tillaga síðan samþykkt með 6 atkvæðum 1 sat hjá.

4. mál Kosning ritara

 

Gengið til kosninga um ritara.   Fram kom tillaga um Júlíönnu Ólafsdóttur sem ritara nefndarinnar.   Aðrar tillögur komu ekki fram.

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

5. mál Samþykktir fyrir æskulýðs- og íþróttanefnd lagðar fram og verkefni nefndarinnar rætt.

 

Lögð fram drög að samþykktum fyrir æskulýðs- og íþróttanefnd, farið yfir þær og helstu verkefni nefndarinnar.   Óskað var eftir því að nefndarmenn færu vel yfir samþykktirnar.

Fyrirliggjandi samþykktum vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir