Fundargerðir æskulýðs- og íþróttanefndar 14.09.06

14.09 2006 - Fimmtudagur

Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Vopnafjarðarhrepps
-14. september 2006, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Gísli Arnar Gíslason, Kristín Reynisdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir.
Einnig mættur til fundar sveitarstjórinn Þorsteinn Steinsson, sem boðað hafði til fundar.

Sveitarstjóri bauð fundarmenn velkomna til fundar og fór nokkrum orðum um helstu þætti er lúta að æskulýðs- og íþróttamálum í sveitarfélaginu. Síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1. mál: Lagt fram kjörbréf nefndarinnar.
Lagt fram kjörbréf, dags. 30 júlí sl., yfir þá fulltrúa sem kosnir voru í nefndina.

2. mál: Nenfdin skiptir með sér verkum.
Kosning formanns, varaformanns og ritara. Lögð var fram svofelld tillaga um að nefndin skipti þannig með sér verkum:

Formaður nefndarinnar verði Gísli Arnar Gíslason, varaformaður verði Linda Björk Stefánsdóttir og ritari verði Hrafnhildur Helgadóttir.

Ekki komu aðrar tillögur fram um formann og varaformann. Tillaga kom fram um að ritari yrði Kristín h. Reynisdóttir í stað Hrafnhildar.

Fyrirliggjandi tillaga um formann samþykkt samhljóða. Fyrirliggjandi tillaga um varaformann samþykkt samhljóða.

Þá var gegið til atkvæða um fyrirliggjandi tillögu um að Kristín H. Reynisdóttir verði ritari nefndarinnar. Tillaga felld með 2 atkv. gegn 1, einn sat hjá. Síðan var gengið til atkvæða um fyrirliggjandi tillögu um að Hrafnhildur Helgadóttir yrði ritari nefndarinnar.

Tillagan samþykkt með 3 atkv. gegn einu atkv. Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.

3. mál: Önnur mál.

a) Rætt um fyrirkomulag funda og fundartíma. Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði 28. sept. 2006 kl. 12.45 í Miklagarði.

Fleira ekki gert og fundi slitið.


f. h. nefndarinnar, Hrafnhildur HelgadóttirTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir