Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 17. mars 2011

24.05 2011 - Þriðjudagur

1.     fundur æskulýðs-og íþróttanefndar 2011

 

Fundur haldinn í Miklagarði miðvikudaginn 16. mars kl: 16:00.

 

Mætt til fundar: Þorsteinn Steinsson (sveitarstjóri), Ester Rósa Halldórsdóttir, Júlíanna Ólafsdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Einar Björn Kristbergsson.

 

 

Dagskrá:

 

  1. mál – Fundargerð síðasta fundar lesin yfir og samþykkt.

 

  1. mál – Kosning formanns og varaformanns:

Þorsteinn Steinsson kom með þá tillögu að Ester Rósa yrði kosin formaður og var sú tillaga samþykkt einróma.

 

Þorsteinn kom einnig með þá tillögu að Einar Björn yrði kosinn varaformaður og var sú tillaga einnig samþykkt einróma.

Þorsteinn vék af fundi.

 

  1. mál. - Erindi: Leikjanámskeið og tómstundarstarf á sumrin fyrir 6-12 ára börn frá sr. Stefáni Má Gunnlaugssyni að kalla saman fulltrúa félagasamtaka í þorpinu og ræða samstarf.

 

  1. mál. Önnur mál:

Athuga hvort það sé möguleiki að skipuleggja betur stundaskrá fyrir fasta tíma (t. d. blak – badminton og þess háttar) og nýta betur opnunartíma í íþróttahúsinu.

 

Einnig hvort ekki sé möguleiki á meira samstarfi á milli íþrótta- og æskulýðsnefndar og starfsmanna í íþróttahúsinu í sambandi við ákvarðanatöku stærri mála sem viðkoma íþróttahúsinu.

 

      -Júlíanna Ólafsdóttir

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir