Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 09. júní 2011

21.06 2011 - Þriðjudagur

3. fundur Æskulýðs og íþróttanefndar 2011

 

Fundur haldinn í Miklagarði þann 9 júní, kl:09.30.

Mætt til fundar voru: Guðrún Sveinsdóttir, Ester Rósa Halldórsdóttir, Aðalbjörn Björnsson og Júlíanna Þ. Ólafsdóttir.

Samstarfssamningur  á milli Einherja og Vopnafjarðarhrepps:

Bókun: Nefndin fagnar gerð þessa samstarfssamnings. Ákveðnar athugasemdir voru er varðar framlag sveitafélagsins til ungmennafélagsins árið 2011. Nefndin leggur til að það verði endurskoðað fyrir næstu fjárhagsáætlun . Einnig telur nefndin eðlilegt að vallarhús heyri alfarið undir rekstur íþróttavallar.

Kl:10.25. Aðalbjörn Björnsson vék af fundi og Linda Björk Stefánsdóttir og Einar Björn Kristbergsson komu inn.

Bókun: Nefndin fór í vettvangsferð á knattspyrnusvæði Vopnfirðinga. Eftir nánari skoðun telur nefndin brýnt að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu. Teljum við besta kostinn vera að malarvöllur verði nýttur sem undirstaða undir nýjan grasvöll, þar sem núverandi grasvöllur myndi nýtast sem æfingasvæði. Einnig teljum við mikilvægt að kostnaður við þessa framkvæmd verði kannaður sem fyrst.

Fundi slitið kl:11.30.

F.h. Æskulýðs og íþróttanefndar,

Júlíanna Þ.Ólafsdóttir.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir