Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 20. mars 2012

10.04 2012 - Þriðjudagur

1. fundur 2012 Æskulýðs og Íþróttanefnd - haldinn í Miklagarði 20. mars 2012 kl. 17:00

 

 

Mætt voru : Ester Rósa Halldórsdóttir , Guðrún Sveinsdóttir , Linda Björk Stefánsdóttir, Einar Björn Kristbergsson og Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir, er ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá lá fyrir eitt mál, uppbygging á knattspyrnuvelli.

 

 

1.       Mál: Bréf stjórnar Einherja, dags. 16. mars 2012, og bréf áhugamanna vegna uppbyggingar á knattspyrnuvelli, dags. 12. mars 2012.

 

Bókun:

 

Nefndin ræddi framkomnar hugmyndir, sem einnig voru til umræðu á fundi nefndarinn 9. júní 2011. Nefndin telur brýnt að unnið verði að framgangi málsins sé þess nokkur kostur. Fagnar nefndin bréfi frá hópi áhugamanna, sem eru tilbúnir að leggja verkefninu lið enda mun framlag þeirra draga verulega úr áætluðum kostnaði. Eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi Einherja er umsóknarfrestur um styrk til Mannvirkjasjóðs KSÍ til 1. apríl 2012.

 

Eigi félagið að eiga þess kost að láta reyna á umsókn um styrk þetta árið þarf að vinna verkið hratt og örugglega.

 

 

Ekki fleira rætt og fundi slitið.

 

 

f. h. íþrótta og æskulýðsnefndar,

 

Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir