Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 28. mars 2012

18.04 2012 - Miðvikudagur

2.fundur 2012 Æskulýðs og íþróttanefnd Vopnafjarðarhrepps.

 

Fundur haldinn í Miklagarði 28. mars kl 16:00.

 

Mætt til fundar eru : Júlíanna Ólafsdóttir , Ester Rósa Halldórsdóttir, Einar Björn Kristbergsson og Linda Björk Stefánsdóttir.

 

1. Mál Leikjanámskeið sumarsins 2012

Bókun: Nefndin ákvað að kanna áhuga félagasamtaka um samstarf vegna leikjanámskeiðs 2012.  Nefndin leggur til að sveitafélagið hafi frumkvæði að ráðin verði  umsjónaraðili með leikjarnámskeiðinu.

 

2. Mál Bréf varðandi aðgang barna að sundlaug Vopnafjarðar.

Bókun: Tekið var fyrir meðfylgjandi bréf frá íbúa sveitarfélagsins varðandi fyrirspurn um aldurstakmark að sundlaug í Selárdal. Nefndin leggur til að héðan í frá verði farið eftir 14. grein reglugerðar sem gildir um hollustuhætti á sund og baðstöðum. Og að viðeigandi starfsmenn sveitarfélagsins verði upplýstir.

 

3. Mál   Önnur mál .Umhirða við sundlaug í Selárdal

Bókun:Nefndin telur bæði af eigin reynslu og vegna ábendinga frá íbúum sveitarfélagsins að þrifum og annari umhirðu t. d. snjómokstri við laugina sé verulega ábótavant á þeim tíma sem engin gæsla er. Teljum við brýnt að þegar í stað verði ráðin bót á þessu.

 

 

Ekki fleira rætt og fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir