Fundur atvinnumálanefndar 29.01.2014

31.01 2014 - Föstudagur

Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðar haldinn miðvikudaginn 29. janúar 2014 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00.

Á fundinn mættu: Björn Halldórsson, Berghildur Fanney Hauksdóttir, Emil Erlingsson, Jón Sigurðsson og Guðrún Stefánsdóttir.

 

Dagskrá:

1.      Fundargerð atvinnumálanefndar frá 6. des. sl.

Fundargerð síðasta fundar lögð fram og var hún samþykkt samhljóða.

 

2.      Byggðakvóti 2013/2014. – Mótun reglna.

Á síðasta fundi kom fram að verið væri að vinna að stofnun félags sem hyggði á vinnslu fisks á Vopnafirði. Björn upplýsti fundarmenn um að  viðkomandi væri búinn að tryggja sér húsnæði til vinnslunnar og verið væri að vinna í að húsið fengi vinnsluleyfi. Fundarmenn ræddu hvernig haga ætti reglum um byggðakvóta hjá sveitarfélaginu og samþykktu samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að eftirfarandi reglur verði notaða til úthlutunar byggðakvóta til fiskiskipa á Vopnafirði:

 

·        Skipta skal ¼ kvótans eftir búttóstærð báta, ¼  skiptist jafnt á milli báta og ½ skiptist í hlutfalli við landaðan afla á Vopnafirði í þorskígildum talið á tímabilinu 1/9 2012 til 31/8 2013.

·        Ekkert skip yfir 1000 brúttótonnum fái úthlutun

Að öðru leiti verði ekki vikið frá gildandi reglugerð um úthlutun byggðakvóta

 

3.      Önnur mál.

Atvinnumálanefnd bendir sveitastjórn á að nú er HSA að skerða starfshlutfall hjúkrunarfræðings við heilsugæsluna á Vopnafirði. Nefndin hvetur sveitastjórn til að mótmæla þessu harðlega og reyna að tryggja að starfshlutfalli hjúkrunarfræðings verði ekki breytt frá því sem nú er.

Viðræður eru í gangi milli sveitstjóra Vopnafjarðarhrepps og framkvæmdastjóra Austurbrúar  er varðar stöðu fulltrúar ferðamála og menningararfs á Vopnafirði. Formanni og varaformanni falið að fylgjast með þessum viðræðum.

 

 

Ekki fleira gert fundi slitið.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir