Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 27. október 2015

23.03 2016 - Miðvikudagur

Fundagerð atvinnu- og ferðamálanefndar dags. 27.10.2015.

 Fundin sátu Ólafur Ármannsson Sigríður Bragadóttir  Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir  ásamt             sveitastjóra.

 1. 1.       Byggðakvóti 2015-2016:
  Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015-2016 eru alls 189 þorskigildi.  Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hefur engin bolfiskafli verið unnin hjá á Vopnafirði fiskveiðiárið 2014/2015. Fundarmenn ræddu vítt og breitt um bolfiskvinnslu á Vopnafirði  og afar slæmt væri að smábátasjómenn hafi ekki viljað koma að því að starfrækja  vinnslu annaðhvort sjálfir eða með öðrum. Að loknum umræðum samþykktu fundarmenn að byggt verði á sömu reglum frá síðasta fiskveiðiári   um úthlutun byggðakvóta.  Reglurnar eru  eftirfarandi:

•    28% úthlutaðs byggðakvóta  skiptist jafnt milli báta undir 1000 tonnum  með heimilisfestu á Vopnafirði og 72% byggðakvótans er skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan bolfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðul í þorkígildum talið, sem landað var á Vopnafirði á tímabilinu 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.

•    Aflinn sem landaður er skal nema, í þorskígildum talið, jafn miklu magni þess aflamarks sem hlutaðeigandi fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

 1. 2.       Umræður um atvinnumál á Vopnafirði:
  Farið var yfir atvinnumál á Vopnafirði og ýmis atvinnutækifæri sem rædd hafa verið svo sem lýsisverksmiðja og upplýsti sveitastjóri að Vopnafjörður væri einn þeirra staða sem til greina kæmu en að hans mati væri nokkuð í það að ákvörðun lægi fyrir . Þá ræddu menn hvaða áhrif viðskiptabann á Rússland hafi á atvinnustigið  á Vopnafirði. Upplýsti sveitastjóri að sveitastjórn væri í viðræðum við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir til að lámarka þann skaða sem  Vopnafjarðahreppur og fólk yrðu fyrir vegna óvissu um sölumöguleika uppsjávarafurða.
  Fundarmenn voru sammála um það væri mjög áríðandi að vinna að fjölgun atvinnutækifæra hér á Vopnafirði og  verða bæði sveitarfélagið og ekki síður fyrirtæki á staðnum að axla ábyrð í þeim efnum.
 2. 3.        Ferðamál :
   
  Berghldur Fanney Hauksdóttir mætir á fundinn og fór stuttlega yfir síðasta sumar og hvernig það gekk fyrir sig varðandi þjónustu við ferðamenn  á Vopnafirði. Fanney taldi margt hafa gengið vel en annað miður. Taldi hún að bæta yrði veitingamál þ.a.e.s að opnunartímai veitingastaða. Tjaldsvæðamál hér í þorpinu hafi ekki verið nægilega góð einkum fyrir það hversu blautt var á tjaldsvæðinu. Fanney lagði einnig framm drög að stefnumótun í ferðamálum Vopnafjarðar.
  Þá kynnti hún drög að fjárhagsávætlun fyrir næsta árs og hvað væri brýnast væri að gera.Fundarmenn voru sammála um að  ferðamennska á Vopnafirði væri í raun vannýtt auðlind sem nýta mætti  betur . Það gengi ekki að horfa þar bara til sveitarfélagsins heldur yrðu  ferðaþjónustuaðilar  og   íbúrnir sjálfir að koma með í þá vegferð eins og svo viða hefur gerst í hinum smærri byggðum.

  Fundi slitið kl. 13:30, Ólafur Ármannsson , fundarritariTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir