Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 24. mars 2015

13.04 2016 - Miðvikudagur

Fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar Vopnafjarðar


Fundur í Miklagarði, fimmtudaginn 24.3. 2015 kl. 13.00


Mættir: Ólafur Ármannsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Ólafur Valgeirsson og Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri.


Dagskrá:
1)    Fundur um atvinnumál á Vopnafirði í maí 2015
2)    Ferðamál á Vopnafirði, næstu skref
3)    Ný atvinnutækifæri
4)    Byggðakvóti
5)    Önnur mál.


Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Að því loknu var gengið til dagskrár.


1.    Sveitarstjóri fór yfir stöðu atvinulífs á Vopnafirði og drap á helsta sem er á döfinni. Hann hafði verið á fundi með Bremenport um höfnina í Finnafirði. Kom þar fram að ýmsar athuganir verða í gangi í sumar, svo sem veður- og öldumælingar. Ekki er neitt fast í hendi með tímasetningar og margt sem getur haft áhrif á þær, t.d. olíuverð. Sveitarstjóri hefur rætt við Þjóðskjalasafnið um skráningarverkefni sem gætu komið hingað. Er hugmyndin að vista slík verkefni hjá Jónsveri með aðkomu sveitarfélagsins. Þá var meðal annars kynnt nýtt skipurit sveitarfélagsins, rætt um útboð á sorphirðu, útboð á vinnu í höfninni og vinnu við vegina í Fagradal og Arnarvatn. Allt var þetta verulega upplýsandi og urðu nokkrar umræður í framhaldi af máli sveitarstjóra.


2.    Rætt var um ferðamál. Nefndarmenn lögðu áherslu á mikilvægi þess að málin væru undirbúin í tíma og þau gögn og upplýsingar sem ferðamenn þurfa á að halda séu aðgengileg með nægum fyrirvara. Einnig töldu nefndarmenn það mikilvægt að móta stefnu til lengri tíma til að tryggja betrinýtingu á þeim peningum sem fara í markaðssetningu. Eitt brýnasta verkefnið er að bæta og stækka tjaldstæði með tilliti til aukins fjölda ferðavagna og húsbíla.


3.    Í umræðunni um ný atvinnutækifæri komu fram ýmsar hugmyndir, eins og til dæmis um verndun gamla miðbæjarins. Síðan kom fram og var samþykkt eftirfarandi bókun: Atvinnu- og ferðamálaefnd Vopnafjarðar beinir því til sveitarstjórnar að stuðla að stofnun frumkvöðlaseturs í samvinnu við Austurbrú, fyrirtæki og einstaklinga á staðnum.


4.    Fram fór umræða um byggðakvótann.


5.    Undir þessum lið var tekið fyrir bréf formanns Ferðamálasamtaka Vopnafjarðar. Samtökin eru með margt á sinni könnu og voru nefndarmenn sammála um nauðsyn áframhaldansi jákvæðrar þróunar í ferðamálum. Nefndin telur eðlilegt að sveitarfélagið veiti þeim verkefnum Ferðamálasamtakanna sem upp eru talin í bréfinu brautargengi með þeim hætti sem hentar  og rúmast innan fjárheimilda. Að öðru leiti vísast í umræðu um lið 2 á dagskrá.


Fleira ekki.


Fundi slitið kl. 14.40

Ólafur Valgeirsson, ritari
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir