Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 29. nóvember 2016

21.12 2016 - Miðvikudagur

Fundagerð atvinnu- og ferðamálanefndar dags. 29.11.2016

Fundin sátu Ólafur Ármannsson Sigríður Bragadóttir Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir og Ólafur Valgeirsson ásamt sveitastjóra.

  1. 1.       Byggðakvóti 2016-2017:
    Byggðakvóti fiskveiðiársins 2016-2017 er 43 þorskígildistonn að viðbættum 177 þorskígildistonnum sem færast frá fyrra fiskveiðiári. Til úthlutunar eru því alls 220 þorskígildistonn. Fundarmenn ræddu nokkuð um stöðuna í ljósi þess að nú styttist í að HB Grandi hefji botnfiskvinnslu á staðnum. Gera verður ráð fyrir að fyrirtækið og sjómenn leysi sín mál í frjálsum samningum þannig að allir geti vel við unað.

Lögð var fram tillaga að reglum, byggð á samþykktum reglum síðasta árs, um úthlutun kvótans með eftirfarandi hætti:

65% byggðakvótans er skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan bolfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðul í þorskígildum talið, sem landað var á Vopnafirði á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. 35% úthlutaðs byggðakvóta  skiptist jafnt milli báta undir 1000 tonnum  með heimilisfestu á Vopnafirði.

Var tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

 

  1.  Íbúaþing á Vopnafirði:.
    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins „Veljum Vopnafjörð“ sem spratt upp úr íbúaþingi fyrr á árinu. Starfshópar hafa unnið með þær hugmyndir sem fram komu á íbúaþinginu undir verkefnastjórn. Talsverð umræða varð um málið og lýsir nefndin ánægju með það starf sem unnið hefur verið nú þegar og bindur vonir við úrvinnslu og framkvæmd þeirra góðu hugmynda sem þar er fjallað um.

 

  1. 3.        Verndarsvæði í byggð:
    Sveitarstjóri kynnti umsókn um verndarsvæði í byggð og snýst um verndun gamallar götumyndar í Vopnafirði. Um er að ræða verndun og tryggja hina gömlu götumynd í miðbæ Vopnafjarðar. Nýbyggingar og skipulag svæðisins taki mið af þeirri byggð sem fyrir er og þeim húsum og mannvirkjum sem horfin eru og skapa með þeim hætti sem besta samfellu. Kom fram að nú þegar hafa fengist peningar frá Minjastofnun til að hefjast handa við undirbúning en sveitarstjóri upplýsti að verkefnið væri nánast fullfjármagnað.

 

Var gerður góður rómur að þessu máli og ræddu nefndarmenn meðal annars um framtíðarhlutverk slíks miðbæjarkjarna.

 

  1. 4.       Önnur mál

Sigríður Bragadóttir spurðist fyrir um hvort ekki væri grundvöllur fyrir tíðari fundarhöldum nefndarinnar enda heyrðu undir hana mikilvægir málaflokkar. Formaður sagðist því mótfallinn að halda fundi um ekki neitt og skoraði á sveitarstjórnarmenn að beina fleiri málum til nefndarinnar.

Fleira ekki og fundi slitið kl. 13:45, Ólafur Valgeirsson , fundarritari
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir