Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 30. október 2018

03.12 2018 - Mánudagur

Fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar 30.10.2018 á hreppsskrifstofu kl. 16:30

 

Mættir: Árný Birna Vatnsdal, Bjarni Björnsson, ritari, Björgvin Hreinsson, Hólmar Bjarki Wiium Bárðarson, formaður, Ólafur Björgvin Valgeirsson og Þór sveitarstjóri.

Formaður setti fund kl 16:32 og var gengið til dagskrár:

 

  1. Umsókn um byggðarkvóta

 

Lesið var uppkast af bréfi til sjávarútvegsráðuneytis. Rætt var um að mögulega væri best að taka fram hvar landaður byggðarkvóti væri unninn. Talað um að það sem ekki væri unnið á Vopnafirði væri mögulega hægt að vinna á Bakkafirði. Hólmari Bjarka falið að semja umsókn byggða á fyrirliggjandi hugmynd af umsókn og umsókn frá í fyrra. Talað um að senda nefndarmönnum umsóknina í kvöld, sem síðan yrði, ef samþykkt, send ráðuneyti í hádeginu á morgunn.

 

  1. Annað.

 

Rætt við sveitarstjóra um iðjuþjálfamál. Óánægja með lítil samskipti við iðjuþjálfann sjálfann að hálfu sveitarfélagsins.

 

Rætt við sveitartstjóra um hlutverk Miklagarðs. Sveitarstjóri segir að það sé komið í ferli að móta hlutverk félagsheimilisins okkar.

 

Rætt við sveitarstjóra um Jónsver og kom fram að sveitarstjórn hafi rætt við stjórnarformann um minnisblað frá honum.

 

Fundi slitið kl 17:27

Bjarni Björnsson, fundarritari.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir