Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 28. janúar 2019

08.02 2019 - Föstudagur

Fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar 28.01.2019 í Miklagarði kl. 16:00

 

Mættir: Árný Birna Vatnsdal, Bjarni Björnsson, ritari, Ólafur Ármannsson (varamaður fyrir Björgvin Hreinsson), Ólaf Björgvin Valgeirsson og Hólmar Bjarki Wiium Bárðarson, formaður.

Formaður setti fund kl 16:00 og var gengið til dagskrár:

Farið yfir ástæðu þess að Ólafur Ármannsson varamaður var kallaður inn fyrir Björgvin, hann þótti of tengdur þeim hagsmunum sem funda á um.

Fundur snerist um að úthluta þeim 15 tonnum sem Vopnafirði var úthlutað í byggðarkvóta. Formaður lagði fram tillögu um að byggðarkvóta yrði skipt eftir veiðireynslu. Eftir umræðu var kosið um þá tillögu. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fleiri mál voru ekki tekin fyrir.

Fundi slitið 14:10

Bjarni Björnsson, fundarritari.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir