Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 21.10.19

11.11 2019 - Mánudagur

Fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar 21.10.2018 í Miklagarði kl. 15:05

Mættir: Árný Birna Vatnsdal, Bjarni Björnsson, ritari, Hólmar Bjarki Wiium Bárðarson,
formaður, Ester Rósa Halldórsdóttir. Björgvin Hreinsson komst óvænt ekki og varamaður hans
vant við látinn

Formaður setti fund kl 15:05 og var gengið til dagskrár:


1. Umræður um grundvöll fyrir lýðháskóla á Vopnafirði.
Hólmar Bjarki er genginn í starfshóp varðandi þetta verkefni. Rætt um hvort ekki væri hægt að
byggja upp lýðháskóla á svæðinu fyrst það sé grundvöllur fyrir svona starfsemi á Flateyri.

2. Styrkumsóknir á vegum sveitarfélagsins.
Hólmar Bjarki veltir því upp að í boði eru styrkir, t.d. frá Evrópusambandinu, varðandi
upplýsingar og öryggismál tengt ferðamannamálum. Bent á að það er töluverð vinna að finna
styrki til að sækja um, það þarf að vera vel staðið að umsóknum og þær afmarkaðar.
Í þessu samhengi var rætt um að upplýsingum er ábótavant við Hellisheiði, margt
ferðafólk viti ekkert útí hvað verið er að fara þegar hún er ekin. Lagt var til að beina þessu til
hreppsnefndar.

3. Atvinnukynning á Vopnafirði.
Rætt var um á fyrsta fundi nefndarinnar að bæta í atvinnukynningar í fyrirtækjum bæjarins.
Formaður hafði samband við formann fræðslunefndar sem ætlaði að taka þetta fyrir á fundi.

4. Ferðamálafulltrúi
Lesin voru upp samskipti milli formanns og sveitarstjóra varðandi ferðamannafulltrúa á vegum
sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir tilvalið að taka umræðu um slíkann fulltrúa í
fjárhagsáætlunarvinnunni sem framundan er. Umræðu frestað til næsta fundar þar sem nefndin er
ekki full skipuð.

5. Atvinnustefna Vopnafjarðar
Sara Elísabet, skrifstofustjóri, spurði hvort það væri til atvinnustefna fyrir Vopnafjörð. Það eru fá
sveitarfélög á austurlandi sem eru með atvinnumálastefnu. Rætt um nauðsin þess að hafa slíka
stefnu hér í sveitarfélaginu. Mikil vinna á bakvið slíka stefnu. Kannski of mikil miðað við
ávinning þess að hafa slíka stefnu.

6. Önnur mál
Lauslega rætt um framtíð Miklagarðs. Velt upp hvort ekki ætti að reyna að koma fjármunum í
það að reyna að nýta húsið betur. Bent á að einusinni hafi verið húsnefnd. Gott væri að byrja
21/10/19 Vopnafjörður
umræðu um nýtingu hússins og húsnefnd væri góður vetvangur til þess. Formaður ætlar að afla
upplýsinga um ofangreint.

Fundi slitið kl 15:40
Bjarni Björnsson, fundarritari.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir