Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 30.10.19

11.11 2019 - Mánudagur

Fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar 29.10.2019 í Miklagarði kl. 16:01

Mættir: Árný Birna Vatnsdal, Bjarni Björnsson, ritari, Hólmar Bjarki Wiium Bárðarson,
formaður, Ester Rósa Halldórsdóttir og Björgvin Hreinsson

Formaður setti fund kl 16:01 og var gengið til dagskrár:
1. Val á varaformanni nefndar.
Ester tilnefnd sem varaformaður nefndar og hún kosin samhljóða.

2. Umsókn um byggðarkvóta
Umsókn um byggðarkvóta lesin upp á fundinum og rædd.
Bætt við umsókn um byggðarkvóta frá því í fyrra málsgrein um loðnubrestinn sem lék
sveitarfélagið grátt. Rætt um deilur í kring um úthlutun byggðarkvóta og ástæður þeirra.
Umsóknin lögð undir kosningu nefndarmanna og hún samþykkt samhljóða.

3. Umsókn styrkja.
Rætt í fullri nefnd að til eru sjóðir sem hægt er að sækja í, t.d. á vegum evrópusambandsins.
Spurning hvort að Austurbrú sé vetvangur einstaklinga til að fá hjálp, meðal annars við að
sækja um styrki. Formaður ætlar að kynna sér betur hvers eðlis sú aðstoð getur verið hjá
Austurbrú. Tilfinning nefndarmanna að Austurbrú sé vannýtt.

4. Ferðamálafulltrúi
Rætt í fullri nefnd að skorað sé á sveitarstjórn að bæta uppundir hálfu starfi á fjárhagsáætlun í
formi ferðamálafulltrúa. Talað um mögulega bara yfir sumartímann eða jafnvel 50% starf.
Rætt um að Vopnafjörður sé ekki nógu vel auglýstur sem ferðamannaáfangastaður og að
ferðamálafulltrúi gæti nýst vel þar. Einnig að hægt sé að miðla ferðamönnum á einn stað þar
sem tekið er á móti þeim og þeim bent á hvað Vopnafjörður býður uppá. Nefnt í því samhengi
að við erum ósjálfrátt orðin hluti af Norðurstrandavegi og að Dettifossvegur, sem er í
deiglunni, muni bæta í ferðamannastrauminn. Útfærsluatriði hvernig ferðamálafulltrúinn yrði
nýttur en samstaða í nefndinni að þetta starf sé nauðsinlegt.
Tillaga lögð fyrir nefndina að skorað sé á sveitarstjórn að bæta sem nemur 50% starfi
ferðamálafulltrúa í fjárlög næsta árs og hún samþykkt samhljóða.

5. Hlutverk Miklagarðs
Lesin upp samskipti milli formanns og sveitarstjóra varðandi Miklagarð. Lauslega rætt um
kosti og galla þess að rekstur félagsheimisins væri seldur. Ekki mikill hljómgrunnur fyrir því
og tekið fram að það væri ekki í umræðu lengur. Bent á að gott sé að geta nýtt þetta hús
félagslega, t.d. starfsemi Skemmtifélgsins og opna húsið á þriðjudögum og föstudögum.
Bent á að húsið gæti nýst sem miðstöð fyrir ferðamenn og gæti meðal annars hýst
ferðamannafulltrúa en þó þannig að fulltrúinn komi ekki í staðin fyrir húsvörð Miklagarðs.
Margt innan og utan húss sem mætti lagfæra, t.d. almennt viðhald, málningarvinna,
brunavarnir.
Tillaga borin fram um að skora á sveitarstjórn annarsvegar að bæta peningum á
fjárhagsáætlun í viðhald á þessu húsi sem við eigum saman og hinsvegar að stofnuð sé
húsnefnd utan um Miklagarð og málefni hússins. Tillagan samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál
Rætt um kynningu á atvinnustarfsemi Vopnafjarðar. Hugmynd að hóa saman þeim
fyrirtækjum og starfsstöðum sem eru á staðnum og kynna fyrir íbúum Vopnafjarðar hvað er
um að vera. Nefndin ætlar að útfæra þetta betur.

Fundi slitið kl 17:06
Bjarni Björnsson, fundarritari.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir