Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 17.janúar 2020

28.01 2020 - Þriðjudagur

Fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar 17.01.2020 í Miklagarði kl. 16:39

Mættir: Árný Birna Vatnsdal, Bjarni Björnsson, ritari, Hólmar Bjarki Wiium Bárðarson, formaður, Ester Rósa Halldórsdóttir. Ólafur Ármannsson varamaður
Formaður setti fund kl 16:39 og var gengið til dagskrár:

1. Umræður um úthlutun byggðarkvóta

Vopnafjarðarhreppur fær úthlutað 42 þorskígildislestum í byggðarkvóta. Hólmar Bjarki leggur fram tillögu um að úthlutað verði samkvæmt lönduðum afla á Vopnafirði frá síðasta fiskveiðiári. Kosið um tillöguna og hún samþykkt samhljóða.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl 16:45
Bjarni Björnsson, fundarritari.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir