Fundur atvinnumálanefndar 26.06.2009

26.06 2009 - Föstudagur

Fundargerð atvinnumálanefndar 26. júní 2009
Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðar var haldinn föstudaginn 26. júní nk. í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12.00.
Á fundinn voru mættir Árni Magnússon, Guðjón Böðvarsson, Guðmundur Wiium og Magnús Róbertsson. Jafnframt var mættur Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1) Fundargerð atvinnumálanefndar frá 13. mars sl.
Lögð fram fundargerð atvinnuálanefndar frá 13. mars sl.
Fundargerðin síðan samþykkt.

2) Staða fiskvinnslu, HB Grandi o.fl.
Lagt fram bréf Vopnafjarðarhrepps dags. 23. mars sl. til HB-Granda, þar sem óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins á grundvelli samþykktar atvinnumálanefndar frá 13. mars 2009. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með HB Granda, sem haldinn var á Vopnafirði 18. júní sl. Á fundinum voru m. a. rædd eftirtalin atriði: a) Byggingaframkvæmdir fyrirtækisins á staðnum, en áætlað er að þær eigi að ganga eftir í samræmi við upphaflegar áætlanir. b) Vinnsla sjávarfangs er lýtur að uppsjávarfiski norsk-íslenskri síld, makríl, kolmuna, íslenskri síld og loðnu. c) Bolfiskvinnsla, þunnildavinnsla og nýir möguleikar tengdir grásleppu .d) Möguleikar á því að HB Grandi kæmi að því með heimamönnum og öðrum fjárfestum að stofnsetja niðursuðuverksmiðju á Vopnafirði. e) Hvort mögulegt væri að fá fyrirtækið að fiskeldismálum hér á Vopnafirði.

Í kringum þetta spunnust töluverðar umræður um möguleika í uppbyggingu atvinnumála á Vopnafirði tengdum úrvinnslu á sjávarafurðum.

3) Drekasvæðið-Staða mála
Gerð var grein fyrir aðalfundi Drekasvæðisins ehf. og að á fyrsta stjórnarfundi hefði verið kosin ný stjórn sem í væru Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggð, Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafirði og Hilmar Gunnlaugsson, Regula. Jafnframt var lagt fram bréf dags. 4. júní frá Olíudreifingu, varðandi þjónustumiðstöð fyrir olíurannsóknir. Ennfremur var kynnt minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu, varðandi framvindu mála í tengslum við undirbúning að þjónustu við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Ljóst er að mikið verk er framundan í þeim efnum og brýnt að halda vel á spöðunum til þess að sem best takist til í þeim efnum.
Fundarmenn hvöttu til þess að kröftuglega yrði unnið að þessum málum.

4) Niðursuða sjávarafurða á Vopnafirði.-Staða mála.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi væri í þessum efnum. Unnið væri að gerð rekstrar- og viðskiptaáætlunar, sem lögð yrði til grundvallar í þeirri vinnu sem framundan væri. Slíkt gagn er nauðsynlegt þegar leitað verður eftir fjárfestum til verkefnisins.
Fundarmenn voru mjög áhugasamir um að koma verkefninu áfram.

5) Ferða- og menningarmál.
a) Ferða- og menningarmálafulltrúi. Gerð var grein fyrir nýju starfi ferða- og menningarfulltrúa með starfsaðstöðu í Kaupvangi.
b) Upplýsingamiðstöð, kaffihús. Upplýst var um það að gerður hefur verið samningur um rekstur á kaffihúsi í Kaupvangi og jafnframt að rekstraraðili þess hefur verið fenginn til að sinna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
c) Annað. Undir þessum lið kom fram hugmynd um það hvort ekki gæti verið snjallt að auglýsa eftir góðum hugmyndum í ferða- og atvinnumálum. Nefndarmenn töldu einnig að æskilegt væri að nefndin hefði úr einhverjum fjármunum að spila til þess að styðja við góðar hugmyndir sem kæmu fram.
6) Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Starfsstöð á Austurlandi.
Geð var grein fyrir því að ný starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar íslands hefði verið sett á laggirnar á Egilsstöðum. Samþykkt var að óska eftir því að nýr starfsmaður stöðvarinnar yrði fenginn til þess að koma á næsta fund nefndarinnar til þess að gera grein fyrir starfseminni.

Fleira ekki gert og fundi slitið.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir