Fundur atvinnumálanefndar 15.03.2010

15.03 2010 - Mánudagur

Fundur atvinnumálnefndar Vopnafjarðarhrepps

-15. mars 2010

 

Atvinnumálanefndarfundur verður haldinn mánudaginn 15. mars 2010 kl. 17.00 í félagsheimilinu Miklagarði.  Setti formaður fund og bar upp fundargerð atvinnumálanefndar frá 15. júlí sl.

1.   mál Fundargerð atvinnumálanefndar frá 15. júlí sl.

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

 

2.   Byggðakvóti 2009/2010

Lögð fram umsókn Vopnafjarðarhrepps um byggðakvóta 2009/2010.  Jafnframt lagt fram bréf sjávarútvegsráðuneytisins frá 31. janúar sl. þar sem tilkynnt er um að Vopnfjarðarhreppur hafi fengið 150 þorskígildistonn fyrir fiskveiðiárið 2009/2010.  Jafnframt voru lagðar fram reglugerðir sem um slíka úthlutun gilda.  Þá var lagt fram bréf frá hreppsnefnd þar sem erindi Sjávarútvegsráðuneytisins er vísað til atvinnumálanefndar.

Gerð var grein fyrir málinu og farið yfir það hvernig úthlutað hefði verið á báta á yfirstandandi fiskveiðiári.  Fór fram mikil umræða um málefnið sem og hvernig megi mögulega koma á aukinni bolfiskvinnslu á Vopnafirði.  Er vilji til að taka mál bolfiskvinnslunnar sérstaklega fyrir og leita leiða til að koma hreyfingu á málið.

 

Tillagan síðan borin upp:

 „Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar gilda um úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)    Ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun fellur niður.

b)    Skipta skal 1/2 úthlutaðs byggðakvóta 75 þorskígildislestum jafnt milli þeirra báta/skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og sækja um. Eftirstöðvunum, 75  þorskígildislestum, skal skipt í hlutfalli við landaðan afla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins, á tímabilinu 1. júlí 2009 til 30. júní 2010.

c)    Ekkert fiskiskip yfir 1.000 brúttótonn fær úthlutun.

d)    1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað... og svo frv.“

Atvinnumálanefnd leggur þó á það áherslu að leitast verði við á grundvelli væntinga um úthlutun byggðakvóta næstu ára að stofna sérstaka bolfiskvinnslu á Vopnafirði, sem yrði lyftistöng undir uppbyggingu á atvinnulífi staðarins til viðbótar þeirri vinnslu sem til staðar er.

Fyrirliggjandi tillaga var síðan samþykkt samhljóða.

 

3.   Félag áhugamanna um matarframleiðslu á Vopnafirði; Matargatið.

Formaður atvinnumálanefndar gerði grein fyrir stofnun félags áhugamanna ummatvælaframleiðslu, en hann hefur fyrir hönd sveitarfélagsins verið kosin í stjórn hins nýstofnaða félags.  Kom fram í máli formanns að allir sem áhuga hafa eru velkomnir til samstarfs við Matargatið – og hafi þeir hinir sömu eitthvað að bjóða er aðstaðan til staðar í húsnæði mjólkursamlagsins.

 

4.   Menningarmiðstöð handverks og bókmennta. Flutningur til Vopnafjarðar

Lagt fram bréf Vopnafjarðarhrepps til stjórnar Menningarráðs Austurlands, þar sem óskað‘ er eftir viðræðum við Vopnafjarðarhrepps um yfirfærslu miðstöðvar handverks- og bókmennta frá Hornafirði yfir á Vopnafjörð.

Þetta er gert á grunni þess að sveitarfélagið Hornafjörður hefur ákveðið að segja skilið við Menningarráð Austurlands og er því brýnt að hefja strax undirbúning að á tilflutningi umgetinnar menningarmiðstöðvar inn á starfssvæði Menningarráðs Austurlands; nánar til tekið á Vopnafjörð.

Talsverðar umræður urðu um þetta mál þar sem fundarmenn lýstu sjónarmiðum sínum .

Atvinnumálanefnd fagnar hugmunum þeim um tilfærslu menningarmiðstöðvar frá Hornafirði yfir á Vopnafjörð og hvetur til þess að kröftuglega verði unnið að framgangi málsins.

 

5.   Ýmis atvinnumál-Staða mála- Niðursuða, Grásleppa, Drekasvæðið o.fl.

Gerð var grein fyrir stöðu þessara verkefna og kom fram m. a. að styrkir væru til staðar varðandi loðnuverkefnið.  Ráðinn hefði verið til verkefnisins starfsmaður í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands, tímabundið, og er honum gert að keyra málið áfram svo sem kostur er.  Ákveðinn er fundur með öllum hlutaðeigandi aðilum þann 26. mars n. k. – þar verður staðan metin en ljóst er að fleiri tegundir en loðnuna þarf að prófa.  Stofnað hefur verið félag um verkefnið, Kolbeinstangi ehf. og er enn sem komið er 100% eign sveitarfélagsins en svo mun það eigi verða til framtíðar.

 

Grásleppuvertíð komin af stað og rétt eins og á sl. ári verður fiskurinn hirtur allur og seldur til Kína.  Eru þetta einkar góð tíðindi en vinnslan hingað til í besta falli vafasöm.  Bent var á að þessi vinnsla gæti tengst bolfiskvinnslu á staðnum en eins og sakir standa er fiskurinn frystur á Bakkafirði, sem vonandi breytist að ári.

 

Drekasvæðið er engan veginn dautt mál þó nokkurt bakslag hafi komið í málið.  Svæðið mun verða boðið út að nýju á næsta ári.  Fundað hefur verið með fulltrúum ráðuneyta iðnaðar og utanríkis, samþykkt að vinna áfram að framgangi verksins í samvinnu við þau í gegnum starfshóp.  Til er ónotaður styrkur en lítið fékkst síðast þegar leitað var styrkja.

 

6.   Önnur mál.

Lagt til að hingað verði fenginn þekkingaraðili til að kynna bleikjueldi en borið hefur á áhuga meðal vopnfirðinga.  Leist mönnum vel á og að þessu stefnt.  Málefni smávirkjana enn á dagskrá og þá einkum Hvammsáin nefnd en að áliti kunnáttumanna er það góður kostur.  Alir möguleikar eftir sem áður til staðar þó hægt hafi þokast.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.50

 

Mættir:  Árni Magnússon, Guðmundur W. Stefánsson, Magnús Þór Róbertsson, Reynir Árnason og Brynjar Joensen.

 

Einnig mættir:  Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri, og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir