Fundur atvinnumálanefndar 09.09.2010

10.09 2010 - Föstudagur

Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps

09. september 2010, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps haldinn fimmtudaginn 09. september 2010 í félagsheimilinu Miklagarði og hófst kl. 12:00.

 

Mætt: Björn Halldórsson, Helgi Þorsteinsson, B. Fanney Hauksdóttir og Guðmundur Wiium.

 

Á fundinn mættu auk heldur:  Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

Formaður, opnaði fund og óskaði eftir að Magnús ritaði fundargerð þar eð ritari nefndarinnar átti ekki kost á að mæta. Síðan var gengið til dagskrár.

 

 

Dagskrá:

 

  1. mál: Fundargerð atvinnumálanefndar frá 01. júlí sl. Sbr. fundargerð ítrekaði formaður að nefndarmenn yfirfari samþykktir fyrir nefndina fyrir næsta fund hennar – fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

  1. mál: Yfirlit yfir helstu verkefni - staða þeirrastarfsmaður og sveitarstjóri skiptu með sér yfirferð.

 

a)      Atvinnueflingarsjóður (ÞS). Í tengslum við vinnu sveitarfélagsins v/Norð-Austarnefndar ríkisstjórnar í feb. 2008 voru unnar vandaðar samþykktir fyrir fjárfestingar- og atvinnueflingarsjóð, sem miðaði að því að efla byggð á Vopnafirði. Miðaði vinnan öll við að um raunverulega innspýtingu í atvinnulífð væri að ræða – á sjóðnum myndi allar aðrar hugmyndir grundvallast meira og minna. Allt fór þetta öðru vísi en ætlað var, fjármunir Norð-Austurnefndar í raun smáaurar, en hugmyndin er til eftir sem áður og allir sammála um að skoðist áfram þó í minna formi verði.

 

b)      Loðnuverkefni (ÞS). Á ýmsu hefur gengið en svf. hefur sett í verkefnið allverulegar fjárhæðir þar sem tilraunir hafa verið gerðar og þreifað á markaðsmálum erlendis í samvinnu við aðila á sviði framleiðslu og markaðar. Samvinnan við HB Granda ekki gengið sem skyldi hingað til. Fyrirspurn borist frá Taiwan og þangað fara 27 þúsund dósir á næstunni. Mikil umræða fór fram um verkefnið, sem nefndarmenn telja mikilvægt að framhald verði á. Þetta er umhverfi sem vopnfirðingar þekkja. Vill Björn að Ólafur Ármannsson verði eftir sem áður tengdur verkefninu. Talið að hefti þróunarvinnu að tól og tæki séu ekki á Vopnafirði. Mikilvægt að stærð verkefnis sé viðráðanlegt og tengja má félagsskapinn Matargatið við það með einhverjum hætti.

 

c)      Loðdýrabú (MM). Mikill kraftur var í verkefninu árin 2002-03 og þó nokkur ár séu liðin er verkefnið, 10.000 læðu loðdýrabú, jafn skoðunarvert og áður. Hugmyndin er að upp verði komið hágæða minkabúi þar sem samvinnu yrði leitað út fyrir landssteina og er þá einkum horft til Danmerkur, Svíþjóðar og Hollands. Gerð var viðskiptaáætlun á sínum tíma þar sem ráð var fyrir gert að stofnkostnaður væri liðlega 200 mkr. og tæki 4-5 ár að ná hagnaði í rekstri.

 

Umræða um verkefnið. Björn, sem hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði, sagði kynningarefni sent til Danmerkur vakið athygli. Kynningarferli tekur langan tíma en möguleikar eru að opnast í áðurnefndum löndum þar sem þrengir orðið að búunum. Nefndarmenn sammála um að þetta sé nógu áhugavert til að skoða af fulltri alvöru áfram.

 

d)      Vopnfiskur (ÞS). Sjávarfiskeldi með botnlægar gildrur hefur frá upphafi átt undir högg að sækja en félítið félagið hefur ekki haft bolmagn til að kaupa það sem til þarf né heldur ráða til starfa fagmann. Það breyti ekki því að hugmyndin er nógu góð til að geta skilað hluthöfum arði. Guðmundur þekkir málið í þaula og tekur undir með Þorsteini, möguleikar séu gríðarmiklir komist verkefnið í gang. Veiðikostnaður er enginn og einungis kvóti af því sem slátrað er. Norrænn sjóður mat verkefnið vel lánshæft en þeir fjármunir glötuðust að mestu sem þaðan komu. Nefndarmenn á þeirri skoðun að beri að leita leiða að koma verkefninu að stað á ný og vill Björn að skoðað verði með bleikjueldi þessu samfara.

 

e)      Ýmis verkefni ferða- og menningarmála (MM). Farið í gegnum verkefnin, Matargatið;  Vopnfirðinga saga; Heiðarbýlaverkefnið, skemmtiferðaskip; heimasíða svf.; Múlastofa; aðkoma svf. að ýmsum verkefnum, lauslega en að öðru leyti frestað til næsta fundar vegna umfangs efnis og tímaskorts. Gögn hér að lútandi lögð fram til yfirlestrar fyrir næsta fund.

 

  1. mál: Drekinn og Norður-Íshafssiglingar (ÞS). Skautað yfir þessi tvö stóru verkefni, sem svf. hefur í sjálfu sér lítið um að segja en ef menn standa ekki vaktina hverfa þau örugglega annað. Greint frá fundum nýverið í Reykjavík með fulltrúum iðnaðar- og utanríkisráðuneytis, forseta Íslands og sendiherra Kína á Íslandi. Deyfð hefur verið yfir iðn.ráðun. en loforð um að farið verði af stað að nýju. Meðfylgjandi voru fylgigögn v/Norður-Íshafssiglinga.

 

  1. mál: Önnur verkefni – sbr. e) að ofan (MM).

 

5.      mál: Forgangsröðun verkefna – Umræður um málið frestað til næsta fundar.

 

6.      mál: Umboð formanns og varaformanns – heimild til að nýta starfskrafta starfsmanns. Björn gerði grein fyrir málinu: Óskað er heimildar að formaður og vara fái fund með sveitarstjóra og oddvita þar sem til umræðu verði hvernig starf atvinnumálanefndar skuli skilgreint í næstu fjárhagsáætlun. Það er mat formanns, að ef nýsköpunar- og atvinnumál komist ekki af umræðustigi sé tíma hans illa varið í nefndinni. Hvert raunverulegt valdsvið nefndarinnar sé verði skilgreint sem og hvernig henni er heimilt að nýta starfskrafta atvinnumálafulltrúa. Samþykkt samhljóða að þessi leið verði farin.

 

7.      mál: Önnur mál – Ekkert undir þessum lið.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:40.

 

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir