Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 07. október 2008

07.10 2008 - Þriðjudagur

Fundargerð

Fyrsti fundur haldinn í Þjónustuhóps aldraðra á Vopnafirði, eftir sumarfrí, þriðjudaginn 7. okt. kl. 17.00 í Miklagarði. Mættir: Inga María Ingadóttir, form. Ari Hallgrímsson, Hallgrímur Helgason, Heiðbjört Antonsdóttir og Ásta Ólafsdóttir. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá.

1. Girðing eða grindverk á bakkanum fyrir neðan Sundabúð 3
2. Snjómokstur fyrir eldriborgara
3. Fyrirspurn um akstur fyrir eldriborgara aðra en íbúa Sundabúðar
4. Festa niður setbekkinn við kirkjuna.
5. Tölvunámskeið fyrir eldri borgara


1.mál. Rætt um að ítreka þyrfti beiðni um að sett yrði girðing eða grindverk á bakkann fyrir neðan Sundabúð 3.
2. mál. Ákveðið var að ræða við einstakling sem vill annast þjónustu við snjómokstur, fyrir eldri borgara, við íbúðarhús þeirra.
3. mál. Rætt var um fyrirspurn um keyrslu þjónustu fyrir aðra eldriborgara en þá sem búa í þjónustuíbúðum Sundabúðar. Ath með kostnað og samþykki Vopnafj.hr.
4. Rætt um að festa niður setbekkinn við kirkjuna. Ath. hvort
starfsmenn hreppsins geti annast það.
5.mál.ATh, við Vopnafj.hr með samstarf við elstu bekkinga Vopnafj.skóla á tölvunámi fyrir eldriborgara eins og í fyrra. Þótti það samstarf heppnast einstaklega vel.
Fleira ekki rætt og sleit formaður fundi.
Ásta Ólafsdóttir, ritari.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir