Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 09. desember 2008

09.12 2008 - Þriðjudagur

Fundargerð Þjónustunefndar aldraðra

Fundur haldinn í Þjónustunefnd aldraðra á Vopnafirði þriðjudaginn 9.des. kl.17.00 heima hjá Heiðbjörtu, Skuldarhalla 1. Mættir: Inga María Ingadóttir, form. nefndarinnar, Hallgrímu Helgason, Ari Hallgrímsson, Heiðbjört Antonsdóttir og Ásta Ólafsdóttir.
Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár fundarins.

Dagskrá:

1. Tölvunámsskeið
2. Snjómokstur
3. Önnur mál

1.mál. Fyrirhuguðu tölvunámsskeiði fyrir eldri borgara var frestað þar til eftir áramót vegna lítillar þáttöku. Ákveðið var að auglýsa aftur í janúar því fleiri hafa sýnt áhuga á að mæta þá. Þeir sem hafa tekið þátt í fyrri námsskeiðum eru velkomnir aftur þeim eins og öðrum þátttakendum að kostnaðarlausu.

2. mál. Engin lausn hefur fengist á hugmyndinni um snjómokstur við íbúðahús eldriborgara og málinu því slegið á frest.

3. mál. Önnur mál. Ræddar voru ýmsar hugmyndir sem upp komu en engin ákvörðum tekin um þau mál að svo stöddu.


Fleira ekki og sleit formaður fundi.

Ásta Ólafsdóttir, ritari.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir