Atvinnumálanefnd 03.09.2008

03.09 2008 - Miðvikudagur

Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhepps var haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12.00 miðvikudaginn 3. sept. 2008.
Á fundinn voru mættir Árni Magnússon, Guðmundur Wiium Stefánsson, Magnús Róbertsson og Guðjón Böðvarsson.
Jafnframt var mættur sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. mál. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 8. ágúst sl. Fundargerðin lögð fram og síðan samþykkt.
2. mál. Úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhepps, gerð úthlutunarreglna. Fjallað hafði verið áður um málið á fundi nefndarinnar 8.ágúst sl. Formaður gerði grein fyrir fundi nokkurra trillusjómanna með sér og sveitarstjóra, sem haldinn var að beiðni þeirra í dag. Á fundinum afhentu þeir bréf sitt dags. í dag 3. sept. þar sem fram koma tillögur þeirra um úthlutunarreglur. Jafnframt lagt fram bréf Guðna Ásgrímssonar f.h. Mávahlíðar ehf., varðandi sérstakaúthlutun á byggðakvóta að hlutatil. Fundarmenn fóru yfir fyrirliggjandi gögn og veltu upp hvaða möguleikar væru í stöðunni. Ákveðið var að vinna málið nánar og tillögur sem síðan yrðu lagðar fyrir nefndina til endanlegrar tillögugerðar. Afgreiðslu málsins frestað.
3. mál. Norðausturnefndin, áframhald. Gerð var grein fyrir því að á vegum norðausturnefndarinnar er unnið að því að koma áfram þeim hugmyndum sem nefndin lagði til.
4. mál. Önnur mál. Varpað var fram þeirri spurningu hvort fundarmenn teldu einhverja möguleika á því að komið yrði upp einhverri tegund fiskvinnslu til þess að vinna þann afla sem kæmi í land vegna byggðakvótans.-Fundarmenn töldu einnig brýnt að undirbúa atvinnumálaráðstefnu og finna hentugan tíma fyrir hana, en í umræðunni hefur verið að halda slíka ráðstefnu á Vopnafirði.- Ennfremur var rætt um markvísleg verkefni sem er og verður unnið að .
Fleira ekki gert og fundi slitið.Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir