Atvinnumálanefnd 12. 01.09

12.01 2009 - Mánudagur

Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Vopnafjarðarhrepps
12. janúar 2009, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps haldinn mánudaginn 12. janúar 2009 í félagsheimilinu Miklagarði og hófst kl. 12:00.

Mættir: Árni Magnússon, Guðjón Böðvarsson, Helgi Þorsteinsson og Reynir Árnason.

Einnig: Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til dagskrár.

1. mál: Fundargerð atvinnumálanefndar frá 03. september sl. lögð fram.
Samþykkt samhljóða

2. mál: Byggðakvóti, gerð úthlutunarreglna. Drög að tillögum lögð fram á fundinum.

Lögð fram gögn hér að lútandi: Bréf Vopnafjarðarhrepps, dags. 25.04.08 til sjávarútvegsráðuneytis; bréf sjávar- og landbúnaðarráðuneytis, dags. 27.06.08; lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða; reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2007/2008; reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008; bréf Vopnafjarðarhrepps, dags. 07.06.07, til sjávarútvegsráðuneytisins.

Sveitarstjóri gerði nánar grein fyrir málinu, sem áður var til umræðu á fundum atvinnumálanefndar 08.08.08 og 03.09.08 – fór í gegnum meðfylgjandi reglugerðir. Síðan tók formaður við, fór nánar út í úthlutunarreglur og drög að tillögum, síðan fór fram umræða meðal nefndarmanna. Lýstu nefndarmenn sjónarmiðum sínum í líflegri umræðu um skiptingu byggðakvótans. Áður en kom til endanlegrar afgreiðslu var rætt við sérfræðing hjá ráðuneytinu, samþykkt var samhljóða eftirfarandi:

„Tillaga að úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðarhrepps 2007/2008.

Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðarhrepps með eftirfarandi breytingum:

1. Ákvæði 4. gr. um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun fellur niður.

2. Skipta skal ½ úthlutaðs byggðakvóta, 58,5 þorskígildistonnum, jafnt á milli þeirra báta/skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og sækja um. Eftirstöðvunum, 58,5 þorskígildistonnum, skal skipt í hlutfalli við landaðan afla í þorskígildum talið í sveitarfélaginu á tímabilinu 01. mái 2007 til 30. apríl 2008 að frádrengnum byggðakvóta fyrra árs.
Ekkert skip stærra en 1000 brúttótonn fær úthlutun.

3. Geti bolfiskvinnsla á Vopnafirði ekki nýtt sér aflann til vinnslu skal vinnsluskylda byggðakvóta skv. 6. gr. aflétt.

4. Ákvæði reglugerðarinnar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða.

3. mál: Drekasvæðið – skýrsla – staða mála.

Gerði sveitarstjóri grein fyrir málinu. Lögð fram skýrsla, skv. beiðni Drekasvæðis ehf. og iðnaðarráneytis, unnin af Almennu verkfræðistofunni og Línuhönnun í september 2008, sem enn hefur ekki verið kynnt opinberlega. Fundað verður með iðnaðarráðherra á Vopnafirði miðvikudagin 14. janúar n. k., annars vegar með ráðamönnum Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggð, hins vegar á almennum borgarafundi sama dag.

4. mál: Ýmis verkefni.
a) Norðausturnefndin
b) Loðnuverkefnið
c) Þekkingarnetið
d) Ferða- og menningarmál
e) Annað

Sveitarstjóri fór í gegnum ofangreind verkefni, sem eru mislangt á veg komin. Á fjárlögum 2009 eru nokkrar fjárhæðir tengdar Norðausturnefndinni s. k. sem reynt verður að nýta svo sem kostur er. Unnið er að því að fá skráningarverkefni hingað í gegnum Þjóð- og Héraðsskjalasafn. Loðnuverkefni framhaldið en milli 15-20 mkr. hafa farið í þróunarvinnu verkefnisins hingað til. Múlastofa er orðin að veruleika en setja þarf kraft í að vinna að framgangi hennar. Þekkingarnetið opnaði starfsstöð í Kaupvangi á síðasta ári, vel hefur farið af stað og framundan áframhaldandi þróunarvinna þar. Ferða- og menningarmál tengjast báðum nefndum verkefnum og verður eftir föngum unnið að framgangi þeirra í breyttu umhverfi efnahagsmála.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi síðan slitið kl. 14:00.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir