Fundur atvinnumálanefndar 09.01.2012

10.01 2012 - Þriðjudagur

Fundur haldinn í Atvinnumálanefnd mánudaginn 9. janúar 2012 kl. 12.00 í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Á fundinn voru mætt Björn Halldórsson, Jón Sigurðsson, Emil Erlingsson, Guðrún Stefánsdóttir, Berghildur Fanney Hauksdóttir.

Jafnframt var mættur , sveitarstjóri, Þorsteinn Steinsson, sem ritaðai fundargerð.

 

Dagskrá:

1. mál. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 14. sept.  sl.

Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 14. sept. sl. Engar athugasenmdir gerðar við hana og hún síðan samþykkt.

 

 

2. mál. Bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá 21. des. sl. varðandi byggðakvóta 2011/2012, ásamt reglugerðum um úthlutun hans til byggðalaga og báta. Jafnframt ýmis gögn varðandi úthlutun byggðakvóta 2010/2011.

Lagt fram bréf Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytisins  frá 21. des. sl. varðandi úthlutun á byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps fyrir kvótaárið 2011/2012.   Jafnframt lagðar fram reglugerðir sem gilda um úthlutun byggðakvóta annars vegar til byggðarlaga og hins vegar á báta.

 

Þá var lagt fram yfirlit yfir úthlutun byggðakvóta 2010/2011 á báta, en samkvæmt því yfirliti tókst að úthluta öllum byggðakvóta sem til úthlutunar var, alls 350 þorskígildistonnum.  Þá voru lagðar fram þær breytingar sem sveitarfélagið óskaði eftir að gerðar yrðu á síðasta fiskveiðiári 2010/2011 á reglugerð um úthlutun á báta ásamt rökstuðningi fyrir breytingunum.

 

Gerð var grein fyrir öllum þessum gögnum og síðan kallað eftir sjónarmiðum fundarmanna varðandi tillögugerð um úthlutunarreglur fyrir þann byggðakvóta sem úthlutað hefur verið til sveitarfélagsins fyrir fiskveiðiárið 2011/2012.

 

Talsverðar umræður urðu um þessi mál þar sem fundarmenn lýstu sjónarmiðum sínum. Almennt töldu fundarmenn að vel hefði tekist til með reglur síðasta árs og mæltu með því að sveitarfélagið legði til að reglurnar yrðu með svipuðum hætti á yfirstandandi ári og því síðasta.

Samþykkt var að kalla saman fund með smábátasjómönnum og kalla eftir sjónarmiðum þeirra.

 

Formanni og sveitarstjóra falið að kalla smábátasjómann til fundar og móta síðan endanlegar tillögur sveitarfélagsins sem síðan verði lagðar fram til endanlegrar samþykktar í atvinnumálanefnd og í framhaldi sendar til samþykktar í sjávarútvegsráðuneytið.

 

 

4. mál  Atvinnueflingarsjóður Vopnafjarðar.- Undirbúningur stofnun-

Lögð fram drög að stofnsamþykktum fyrir sérstakan atvinnueflingarsjóð Vopnafjarðar.   Málið var til umfjöllunar á fundi hreppsnefndar 15. des sl., þar sem samþykkt var að fela sveitarstjóra í samvinnu við atvinnumálanefnd og KPMG að ganga frá endanlegum stofngögnum og stofnun sjóðsins.

Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi gögnum.  Fundarmenn töldu þessar hugmyndir mjög áhugaverðar og lýstu ánægju sinni með þetta framtak.   Eftir umræður var samþykkt að fela formanni atvinnumálanefndar ásamt sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við þar til gerða sérfræðinga.   Endanlegar tillögur verði síðan lagðar fyrir nefndina til samþykktar.

 

 

5. mál.  Önnur mál

a)      Ýmis erindi send ráðuneytum: 1) Mennta- menningar og fræðasetur, 2) Frekari vinnsla sjávarafurða, Drekasvæðið þjónustu og umskipunarhöfn.

Lögð fram bréf sveitarfélagsins til mismunandi ráðuneyta varðandi stuðning við ofangreind verkefni.   Gerð var grein fyrir stöðu þeirra og rætt um framhald mála og önnur verkefni sem í gangi eru.

b)      Annað.

Hér var rætt um mikilvægi þess að gera átak í merkingu gönguleiða o.fl.

Jafnframt var rætt um nauðsyn þess að kosinn yrði nýr varaformaður nefndarinnar í staðinn fyrir Helga Þorsteinsson, sem hætt hefur störfum í nefndinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.15
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir