Fundur atvinnumálanefndar 17. janúar 2012

19.01 2012 - Fimmtudagur

Fundur haldinn í Atvinnumálanefnd þriðjudaginn 17. janúar 2012 kl. 12.00 í félagsheimilinu Miklagarði.
Á fundinn voru mætt Björn Halldórsson, Jón Sigurðsson, Magnús Róbertsson og Guðrún Stefánsdóttir.
Jafnframt var mættur , sveitarstjóri, Þorsteinn Steinsson, sem ritaðai fundargerð.


Dagskrá:

1. mál. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. jan.  sl.
Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. jan. sl.
Engar athugasenmdir gerðar við hana og hún síðan samþykkt.

2. mál. Byggðakvóti 2011/2012, tillögur vegna úthlutunarreglna.

Gerð var grein fyrir framvindu mála frá síðasta fundi en þá var formanni ásamt sveitarstjóra falið að halda fund með smábátasjómönnum um málefnið.
Formaður atvinnumálanefndar greindi frá helstu atriðum sem fram hefðu komið á boðuðum fundi með smábátasjómönnum.  Þar hefði komið fram sú megin lína hjá fundarmönnum að miða við sem líkastar reglur og notaðar voru á síðasta fiskveiði ári.  Auðvitað væri erfitt að finna reglu sem allir væru ánægðir með.   Með gildandi reglum um úthlutun á báta 2010/2011 hefði þó verið farin leið sem næði til flestra þeirra sjónarmiða sem smábátasjómenn hefðu sjálfir óskað eftir.

Á fundinum með smábátasjómönnum kom þó fram ósk um það hvort unnt væri að stækka það svæði sem vinna mætti landaðan afla Vopnfirðinga á, en á síðasta ári mátti vinna hann annað hvort á Vopnafirði eða Bakkafirði.

Á fundinum kom einnig fram að smábátasjómenn höfðu misjafna reynslu af samskiptum sínum við Toppfisk  ehf., sem er með vinnslu á Bakkafirði og ætlaði að setja í gang vinnslu á Vopnafirði, en það hefur ekki gengið eftir.

Eftir þessa yfirferð formanns nefndarinnar á stöðu málsins lýstu fundarmenn sjónarmiðum sínum.   Í  máli manna kom fram að eðlilegt væri að miða við svipaðar reglur og á síðasta fiskveiðiári; jafnframt að mikilvægt væri að reyna að koma á einhvers konar bolfiskvinnslu.   
Í því sambandi töldu fundarmenn nauðsynlegt að komið yrði á fundi með Toppfiski ehf. og smábátasjómönnum, þar sem samskipti þeirra yrðu rædd með hreinskiptum hætti.

Sveitarstjóra og formanni nefndarinnar falið að gangast fyrir því að slíkur fundur yrði haldinn áður en endanlegar tillögur sveitarstjórnar um breytingar á reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta á báta yrðu gerðar og sendar ráðuneytinu til samþykktar.

Afgreiðslu málsins var því frestað þar til að slíkur fundur hefur verið haldinn, en þó miðað við að tillögugerð verði lokið í næstu viku.  

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið heimild til þess að viðbótartími fáist til að vinna tillögurnar fram að næstu helgi.

3. mál.  Önnur mál
Engin önnur mál voru á dagskrá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.15
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir