Fundur atvinnumálanefndar 30. janúar 2012

31.01 2012 - Þriðjudagur

Fundur verður haldinn í Atvinnumálanefnd mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 12.00 í félagsheimilinu Miklagarði.

 

Á fundinn voru mætt Magnús Róbertsson, Jón Sigurðsson, Björn Halldórsson, Berghildur Fanney Hauksdóttir, og Emil Erlingsson.

Jafnframt var mættur sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. mál. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 17. jan.  sl.

Fundagerð atvinnumálanefndar frá 17. janúar lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt samhljóða.

 

2. mál. Byggðakvóti 2011/2012, tillögur, vegna úthlutunarreglna.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundi sem haldnir voru með smábátaeigendum og fiskverkanda.   Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað eftir því að slíkum fundi yrði komið á milli aðila.   Markmiðið með þessum fundum væri að finna leið með málsaðilum sem leiða mætti til sem mestrar atvinnusköpunar í byggðarlaginu og að unnt verði að úthluta byggðakvóta ársins 2011/2012 á báta í samræmi við gildandi reglur þar um.

Í máli hans kom fram að meðal annars hefðu vendilega verið skoðaðir möguleikar á því hvernig unnt væri að óska eftir undanþágu frá 6. Grein gildandi reglugerðar um úthlutun byggðakvóta á báta með sérstöku tilliti til vinnsluskyldu aflans.   Erfitt hefði reynst að koma upp vinnslu bolfisks á Vopnafirði, enda þótt ýmislegt hefði verið reynt.  Af þessum sökum hefðu mismunandi valkostir verið skoðaðir í þessum efnum.  Niðurstaða þeirra mála væri að heppilegast væri að mæla með sömu undanþágu vegna vinnsluskyldu og var á síðasta ári, en jafnframt yrði með öllum tiltækum ráðum þrýst á það að sem mest vinnsla yrði á Vopnafirði.

 

Að loknum umræðum samþykkti síðan nefndin síðan samhljóða að mæla með því við Sjávarútvegsráðuneytið að nýta sömu reglur og giltu á síðasta fiskveiðiári, um úthlutun Byggðakvóta 2011/2012.

 

Svofelld tillaga verður því send ráðuneytinu svo fremi að hreppsnefnd samþykki tillöguna :

“Atvinnumálanefnd Vopnafjarðar hefur fjallað um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps kvótaárið 2011/2012.

 

Atvinnumálanefndin leggur til að reglugerð  frá 21. des. 2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu  2011/2012 gildi fyrir úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)      Skipta skal ¼ hluta úthlutaðs byggðakvóta 55,25 þorskígildistonnum eftir brúttótonnum þeirra báta/skipa -og ¼ byggðakvóta 55,25 þorskígildistonnum jafnt milli þeirra báta/skipa,- sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og sækja um.

 

Eftirstöðvunum sem er ½ úthlutaðs byggðakvóta 110,5 þorskígildistonnum skal skipt í hlutfalli við landaðan afla í þorskígildum talið, sem landað er  á Vopnafirði 1. sept.til 31. ágúst 2012. 

 

b)    Ekkert skip yfir 1.000 brúttótonn fær úthlutun.

 

c)     Í stað 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar komi nýr málsliður svohljóðandi: Fiskiskipum er skylt að landa á Vopnafirði, til vinnslu þar eða á Bakkafirði, á tímabilinu 1. sept.  2011 til 31. ágúst 2012, afla sem nemur, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt skv. vigtunar- og ráðstöfunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu.“

 

3. mál.  Önnur mál

 

Engin önnur mál voru á dagskrá.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.20Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir