Fundur atvinnumálanefndar 06.11.2012

12.11 2012 - Mánudagur

Fundur í atvinnumálanefnd haldinn þriðjudaginn 6. nóv. 2012 kl. 12.00 í félagsheimilinu Miklagarði.

Á fundinn voru mætt Jón Sigurðsson, Fanney Hauksdóttir, Björn Halldórsson, Magnús Róbertsson, Guðmundur Wiium og Guðrún Stefánsdóttir.

Jafnframt var mættur sveitarstjóri, Þorsteinn Steinsson, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1. mál. Fundargerð nefndarinnar frá 30. jan sl.

Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 30. jan. sl.   Engin athugasemd gerð við fundargerðina.

 

2. mál. Byggðakvóti 2012/2013, ýmis gögn

Lagt fram bréf Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytisins frá 19. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjrðar.   Alls er úthlutun vegna fiskveiðiársins 2012/2013 300 þorskígildistonn.  Jafnframt voru lagðar fram reglugerðir nr. 628 og 629, sem um þessi mál gilda.   Ennfremur var lagt fram bréf hreppsnefndar  dags. 2. nóv. sl., til atvinnumálanefndar ásamt umsókn Vopnafjarðarhrepps um byggðakvóta frá 28. sept. sl.

Talsvert miklar umræður urðu um þessi mál og hvernig best væri að standa að því að móta tillögur til sjávarútvegsráðherra um úthlutun ráðuneytisins á aflanum á báta í sveitarfélaginu.   Í máli manna kom fram mikilvægi þess að gera reglurnar þannig út garði að aflinn skapaði sem mesta atvinnu í sveitarfélaginu og ekki væri mögulegt að leigja hann í burtu.

Í framhaldi af umræðum var svofelld tillaga lögð fram: “   Atvinnumálanefnd samþykkir að leita leiða til að tryggja að byggðakvóti fari á skip, sem landi aflanum til vinnslu á Vopnafirði.   Í því sambandi skal:

- Ræða við forsvarsmenn Sjófisks um vinnslu á Vopnafirði

- Athuga nýtingu byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári

- Kanna hvort bátar hafi leigt byggðakvóta frá sér.

- Fá fyrirmynd af samningum skv. 6. gr. reglugerðar nr. 628.

- Skoða kvótastöðu einstakra báta á Vopnafirði.”

 

Fyrirliggjandi tillaga var síðan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.

 

 

3. mál. Önnur mál.

Fanney kvaddi sér hljóðs undir þessum lið og ræddi ferðamálaklasa og stefnumörkun í ferðamálum.   Lýsti hún yfir mikilvægi þess að ráðinn verði sérstakur starfskraftur til þess að sinna þessum málum.   Lagði hún til að kapp væri lagt á það að ráða starfskraft til verka í þessu sambandi.

Formaður nefndarinnar taldi mikilvægt að vinna að því að gera skýra stefnu í þessum málum.   Aðrir fundarmenn tóku í sama streng.

Í framhaldi var lögð fram svofelld tillaga:

“   Atvinnumálanefnd mælir eindregið með því að hreppsnefnd sjái til þess ráðinn verði starfskraftur til þess að móta stefnu í ferðamálum sveitarfélagsins og leiða saman hagsmunaaðila í þessu tilliti.”

 

Fyrirliggjandi tillaga var síðan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.20
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir