Fundur atvinnumálanefndar 23.11.2012

26.11 2012 - Mánudagur

Fundur í atvinnumálanefnd haldinn föstudaginn 23. nóv. 2012 kl. 12.00 í félagsheimilinu Miklagarði.

Á fundinn voru mætt Björn Halldórsson, Magnús Róbertsson, Emil Erlingsson og Guðrún Stefánsdóttir.

Jafnframt var mættur sveitarstjóri, Þorsteinn Steinsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. mál. Fundargerð nefndarinnar frá 6. nóv. sl.

Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 6. nóv. sl.

Engin athugasemd gerð við fundargerðina.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2. mál. Byggðakvóti 2012/2013, ýmis gögn

Lagðar fram spurningar sem lagðar voru fyrir Fiskistofu og svör við þeim.  Á síðasta fundi Atvinnumálanefndar var ákveðið að óska eftir svörum við tilteknum spurningum hjá Fiskistofu.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir úthlutaðan byggðakvóta Vopnfirðinga fiskveiðiárið 2011/2012, sem unnið er af Fiskistofu.  

Þá voru kynntir útreikningar Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta 2012/2013 miðað við 5 mismunandi að ferðir, samanber yfirlit sem lagt var fram og kynnt. 

Talsverðar umræður urðu um málin og hvernig heppilegast væri að leggja málið upp við Atvinnu-og sjávarútvegsráðuneytið.

 

Fram kom tillaga um að nota sambærilegar reglur og voru notaðar á síðasta fiskveiðiári.   Tillagan er svo hljóðandi:

„¼ kvótans skiptist eftir brúttóstærð báta, ¼ aflans skiptist jafnt á milli báta og  ½ skiptist í hlutfalli við landaðan afla á Vopnafirði í þorskígildum talið á tímabilinu 1/9 2012 til 31/8 2013.  Aflinn skal nema í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þeir fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

Ekkert skip 1000 tonn eða stærra fái úthlutun.

Skilyrði er að öllum afla sé landað á Vopnafirði og fiskurinn unnin þar.

Að öðru leyti en þessu gildi reglugerð nr. 628 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.“

 

Að afloknum umræðum var fyrirliggjandi tillaga samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1 atkvæði

 

3. mál. Önnur mál.

Engin önnur mál voru tekin fyrir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.50
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir