Fundur atvinnumálanefndar 29.11.2013

05.12 2013 - Fimmtudagur

Fundur atvinnumálanefndar Vopnafjarðar haldinn föstudaginn 29. nóv. 2013 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12.00.

Mættir voru: Berghildur Fanney Hauksdóttir, Jón Sigurðsson, Björn Halldórsson, Guðmundur Wiium og Guðrún Stefánsdóttir.

Jafnframt var mættur sveitarstjóri, Þorsteinn Steinsson, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)        Byggðakvóti 2013/2014, mótun reglna. 

 Lagt fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 16. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps, sem fékkst á grundvelli umsóknar sveitarfélagsins frá 27. sept. sl.   Jafnframt voru lagðar fram reglugerðir nr. 665 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014 og reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2013/2014.   Ennfremur voru lögð fram gögn er sýndu hvernig reglurnar voru mótaðar á síðasta fiskveiðiári 2012/2013.   Gerð var grein fyrir þessum málum og spunnust upp miklar umræður um það hvað heppilegast væri að leggja til í þessu sambandi.   Skoðað var og einnig hvernig þessar reglur væru hjá ýmsum öðrum sveitarfélögum. Fundarmenn lýstu skoðunum sínum á þessum málum og hvernig best yrði að afgreiða málið frá nefndinni. Rætt var um framsal sumra báta á byggðakvóta og hvernig helst yrði mögulegt að girða fyrir slíkt.  Í því sambandi kom fram hugmynd um það hvort ekki væri rétt að láta ákvæði reglugerðar gilda um magn þess afla, sem þarf að landa á móti hverju tonni, sem úthlutað er af byggðakvóta.  Á fundinum kom einnig fram að ákveðinn aðili hefði haft samband varðandi samvinnu á vinnslu byggðakvótans. 

Samþykkt var að halda annan fund um málið í næstu viku þar sem reynt yrði að ljúka tillögum Vopnafjarðarhrepps.

 

2)      Fjárfestingar -og atvinnueflinagarsjóðaur Vopnafjarðarhrepps.  

Lögð fram drög að samþykktum fyrir sjóðinn.   Nokkrar umræður fóru fram um fyrirliggjandi drög að samþykktum.   Í máli manna kom fram að móta þyrfti reglur fyrir sjóðinn og að mikilvægt væri að fá utanaðkomandi aðila til aðstoðar í þeim efnum.   Ennfremur var rætt um það hvernig stjórn sjóðsins yrði skipuð og hvort skipa þyrfti sérstaka úthlutunarnefnd.   Fundarmenn töldu almennt gott að koma þessum sjóði á koppin og lögðu til að lokið yrði við það á þessu ári þ.a. að á vormánuðum næsta árs yrði mögulegt að auglýsa eftir umsóknum á grundvelli markmiða og reglna sjóðsins.   Samþykkt var að fela sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar að vinna málið áfram á þessum forsendum.   Tillaga um málið verði síðan lögð fram til afgreiðslu í nefndinni.

 

3)      Önnur mál.

Rætt var um möguleika á því að styðja við ýmsa ferðaþjónustu og starfsemi eins og handverkshópinn og framleiðslu matvara í héraði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.15Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir