Fundargerð bygginganefndar 06. febrúar 2014

06.02 2014 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

06. febrúar 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Ingólfur B. Arason, Árni Magnússon, Björgvin A. Hreinsson, Hilmar Jósefsson, Baldur Kjartansson og Baldur. H. Friðrikssosn.

 

                Einnig mættur til fundar: Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

 

  1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 13. janúar sl. lögð fram.

 

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: Skipulagsstofnun v/HB Granda hf. – Bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 27. desember 2013, er varðar aukin afköst fiskimjölsverksmiðju HB Granda og ósk stofnunarinnar um umsögn sveitarfélagsins hvort þörf er á umhverfismati hér að lútandi. Meðfylgjandi er bréf Skipulagsstofnunar, tilkynning HB Granda um fyrirhugaða aukna framleiðslugetu verksmiðjunnar ásamt útprentun úr lagasafni Alþingis, lög nr. 106/2000.

 

Formaður lagði fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 14. janúar 2014, með umsögn hennar. Þar segir í niðurlagi:

 

„Með vísan til ofangreindra atriða telur Umhverfisstofnun ekki líklegt að umrædd stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.“

 

Umsögn Vopnafjarðarhrepps, um aukin afköst fiskimjölsverksmiðju HB Granda úr 850 tn./24 klst. í 1150 tn./24 klst., er að ólíklegt sé að umrædd stækkun hafi umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér þar sem mótvægisaðgerðir þær sem lög kveða á um eru til staðar, svo sem fitugildra, geymslutankur og lekaþró. Því er það mat Vopnafjaðarhrepps að ekki sé þörf á umhverfismati skv. lögum nr. 106/2000 vegna framkvæmdarinnar enda sé losun verksmiðjunnar í samræmi við þau mörk sem sett verðar í starfsleyfi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3.      mál: Lónabraut 39 – Eigandi Lónabrautar 39 æskir heimildar til að reisa á lóð sinni 48 m2. bílgeymslu, skv. teikningum Þorleifs Eggertssonar, arkitekt FAÍ., og bréfi dags. 03. febrúar 2014. Á fundi skipulags- og bygginganefndar 08.05.09 var heimildin samþykkt, sbr. hjálagt bréf MMÞ, dags. 18.05.09.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir