Fundagerð bygginganefndar 13. mars 2014

13.03 2014 - Fimmtudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

13. mars 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

 

Mætti til fundar: Hrund Snorradóttir, Jóhann L. Einarsson, Ingólfur B. Arason, Þráinn Hjálmarsson, Björgvin A. Hreinsson, Baldur H. Friðriksson og Baldur Kjartansson.

 

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

 

            1. mál:  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 06. febrúar sl. lögð fram.

 

Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

 

2.      mál: Göngubrú yfir Mælifellsá – Lagt fram bréf Selárdalsvina, dagsett 21. febrúar 2014, er varðar létta göngubrú yfir Mælifellsá úr galvanhúðuðu stáli með timburgólfi. Meðfylgjandi samskipti nefndarformanns og Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfr. hjá fors.ráðun., dags. 24. febrúar 2014, í ljósi þess að Mælifellsá er í þjóðlendu.

 

Vék Ingólfur Bragi af fundi undir þessum lið.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða á grundvelli lagaheimildar 3. mgr. 3. gr. nr. 58/1998 fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki forsætisráðuneytisins.

 

3.      mál: Drög að samþykkt um bygginganefnd – Bréf sveitarstjóra, dags. 22.03.2013, f. h. sveitarstjórnar en á fundi hennar þann 21. mars 2013 voru lögð fram drög að sérstakri samþykkt fyrir bygginganefnd Vopnafjarðarhrepps og fórst fyrir að afgreiða á þeim tíma. Byggja drögin á heimild í 1. mgr. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Er umsagnar skipulags- og bygginganefndar óskað.

 

Gerði formaður grein fyrir afstöðu sinni og lagði fram bréf sitt, dags. 13. mars 2014, er varðar mál þetta. Fram fór umræða um málið en samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar skipulags- og bygginganefndar.

 

4.      mál: Girðingar við nýjan knattspyrnuvöll – Ungm.fél. Einherji hyggst reisa tvær 60 metra langar og 4 metra háar girðingar við sinn hvorn enda vallarsvæðisins, sbr. meðfylgjandi gögn til frekari glöggvunar. Þykir rétt að leggja erindið fyrir skipulags- og bygginganefnd þar sem um allnokkurt mannvirki er að ræða, sem setja mun svip á umhverfi sitt. Er umsagnar nefndarinnar óskað.

 

Fram fór umræða um málið – gerði Magnús nánar grein fyrir því og svaraði fyrirspurnum – og erindið síðan samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir