Fundargerð bygginganefndar 10. apríl 2014

11.04 2014 - Föstudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps

10. apríl 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

 

Mættir til fundar: Ingólfur B. Arason, Jóhann L. Einarsson, Hilmar Jósefsson, Baldur Kjartansson, Baldur H. Friðriksson, Þráinn Hjálmarsson og Björgvin A. Hreinsson.

 

Í upphafi fundar leitaði fundarstjóri, Ingólfur Bragi, heimildar að taka fyrir erindi Rauða krossins um að staðsetja fatasöfnunragám á lóð Jónsvers, sbr. erindi dags. 10.04.14, sem 6. mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

    1. mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 13. mars sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

2.      mál: Hámundarstaðir I – Gústaf Vífilsson, f. h. Hámundarstaða ehf., sækir um heimild, sbr. meðfylgjandi bréf dags. 19.03.14, til stofnunar fasteignar/lóðar úr landi Hámundarstaða 1 og verður heiti lóðar Hámundarstaðir 5. Meðfylgjandi er uppdráttur frá TÓV verkfræðistofa.

 

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

 

3.      mál: Tillaga að nafni nýrrar götu – Á fundi hreppsnefndar 03. apríl sl. var lagður fram meðfylgjandi uppdráttur og tillaga að nýrri götu í þéttbýli Vopnafjarðar, milli Kolaports og Leiruhafnarvegar. Meðfylgjandi er bréf sveitarstjóra, dags. 03.04.14, ásamt uppdrætti. Lagt fram til kynningar.

 

Nefndin vekur athygli á að verið er að leggja götu um vinnusvæði og því þörf á að huga að öryggisþáttum. Samþykkt með 6 atkvæðum.

 

4.      mál: Skipulagsmál á Holtahverfis – Á fundi hreppsnefndar 03. apríl sl. lá fyrir minnisblað, dags. 01. apríl 2014, frá Teikn á Akureyri, varðandi framtíðarskipulag Holtahverfis, sbr. bréf sveitarstjóra, dags. 04.04.14, og minnispunktar Teikn. Lagt fram til kynningar.

 

5.      mál: Nýjar samþykktir fyrir bygginganefnd – Á fundi hreppsnefndar þann 20. mars sl. voru nýjar samþykktir fyrir bygginganefnd samþykktar og eru meðfylgjandi. Lagt fram til kynningar.

 

6.      mál: Fatasöfnunargámur Rauða krossins á lóð Jónsvers ses, skv. erindi Ólafs B. Valgeirssonar, dags. 10.04.14. Um er að ræða gám L115 x B115 x H220.

 

Samþykkt samhljóða.

           

            Ekki meira gert, fundi slitið kl. 12:55.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir