Fundargerð bygginganefndar 21. maí 2014

21.05 2014 - Miðvikudagur

Fundur bygginganefndar Vopnafjarðarhrepps
21. maí 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Hrund Snorradóttir, Hilmar Jósefsson, Baldur H. Friðriksson, Jóhann L. Einarsson, Baldur Kjartansson og Þráinn Hjálmarsson

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Í upphafi fundar minntist formaður Ara G. Hallgrímssonar, er féll frá nýverið, en Ari átti sæti í nefndum sveitarfélagsins um áratuga skeið. Risu fundarmenn úr sætum og heiðruðu minningu látins félaga.

1.    mál: Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 10. apríl sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.

2.    mál: Samningur um landspildu í Hofslandi – Framlagður samningur milli annars vegar ábúanda Hofs, Stefáns Más Gunnlaugssonar, og Lindu Eymundsdóttur/Hreins Björgvinssonar hins vegar, dags. 24. apríl 2013 um afnotarétt af landspildu í landi Hofs. Áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 17. maí 2013 og frestað uns frekari gögn lægju fyrir. Meðfylgjandi auk samningsins umboð Stefáns Más sem umráðandi jarðar og skeyti hans, dags. 15. apríl sl.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið samhljóða.

3.    mál: Göngubrú yfir Mælifellsá – Á fundi nefndarinnar þann 13. mars sl. var tekið fyrir erindi Selárdalsvina, dags. 21. febrúar 2014, um heimild til að staðsetja létta göngubrú yfir Mælifellsá. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um afstöðu forsætisráðuneytisins. Meðfylgjandi er bréf ráðuneytisins, dags. 09. apríl 2014, þar sem erindið er samþykkt, undirritað af lögfræðingum ráðuneytisins. Til kynningar.

4.    mál: Skráning skipulagsfulltrúa – Bréf Skipulagsstofnunar yfir skipulagsfulltrúa á Íslandi, þ. á. m. Vopnafjarðarhrepps. Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 12.35
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir