Fundargerð bygginganefndar 21. júlí 2014

22.07 2014 - Þriðjudagur

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Teitur Helgason, Hinrik Ingólfsson, Baldur Kjartansson, Árný Vatnsdal, Gísli Sigmarsson og Borghildur Sverrisdóttir. Axel Örn Sveinbjörnsson sat fundinn auk heldur.

Einnig mættir: Eyjólfur Sigurðsson oddviti og Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Oddiviti setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna til fundar, fyrsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar. Var síðan gengið til dagskrár.

1.    mál: Kjörbréf nefndar – Lagt fram kjörbréf skipulags- og umhverfisnefndar – nefndin skiptir með sér verkum.

Oddviti lagði til að formaður yrði Björn Heiðar Sigurbjörnsson. Samþykkt samhljóða. Oddviti lagði síðan til að varaformaður yrði Baldur H. Friðriksson. Samþykkt samhljóða.
Tók formaður síðan við fundarstjórn. Lagði hann til að starfsmaður nefndar yrði ritari hennar og var samhljóða samþykkt.

2.    mál: Samþykkt um skipulags- og umhverfisnefnd – Samþykkt um afgreiðslur nefndarinnar. Drög að erindisbréfi og siðareglur kjörinna fulltrúa eru meðfylgjandi.

Formaður lagði til að erindisbréfið væri til kynningar á þessum fundi og yrði tekið fyrir á næsta fundi. Lagt var til að tekið verði saman þær vefsíður sem málin varðar sem og að hver nefndarmaður fái í hendur reglugerðir skipulags- og byggingarmála. Að öðru leyti frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

3.    mál: Hafnarbyggð 4/Kauptún – Ósk um breytingar á húseigninni að Hafnarbyggð 4 með viðbyggingu fyrir frysti- og kæliklefa verslunarinnar Kauptúns. Meðfylgjandi erindi, dags. 17. júlí 2014, og uppdrættir hér að lútandi, dags. 17.07.14. Er þess óskað að erindið fái skjóta afgreiðslu.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkir samhljóða viðbyggingu þessa miðað við framlagða uppdrætti. Nefndin felur jafnframt byggingafulltrúa að óska eftir fullnægjandi teikningum þar sem þessi viðbygging verður sett sem hluti af aðalteikningum hússins. Einnig felur hún byggingafulltrúa að óska eftir umsögn þeirra umsagnaraðila sem um byggingar fjalla.

4.    mál: Formaður lagði til að framvegis verði fundargögn send í rafrænu formi, til aðal- og varamanna – og til aðalmanna í bréffomi einnig fyrst í stað a. m. k. Nefndarmenn þessu sammála. Ennfremur samþykkt að fundargerðir sendist nefndarmönnum rafrænt.

Fram fór umræða um umhverfismál, fráveitu o. fl. Nánar tekið formlega fyrir síðar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:50.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir