Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 09. september 2014

10.09 2014 - Miðvikudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
09. september 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Gísli Sigmarsson, Baldur Kjartansson, Baldur Friðriksson, Jakobína Ó. Sveinsdóttir, Borghildur Sverrisdóttir og Teitur Helgason.

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. júlí sl. lögð fram.

Samþykkt að fresta afgr. samþykkta nefndarinnar til næsta fundar ásamt siðareglum. Fyrirspurn kom fram viðvíkjandi Kauptún er starfsmaður svaraði. Fundargerðin síðan samþykkt.

2.    mál: Hafnarbyggð 61 / Grund – Framlagður uppdráttur húss og afstöðumynd, byggt á uppmælingu 18.08.14, ásamt skráningartöflu (forsíða) til samþykktar sem reyndarteikning. Meðfylgjandi einnig FMR-skrá v/Grund I og II, með samt. 6 ha. íb.h.lóðir - samþykkja þarf nýja lóð fyrir eignina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framlagðar teikningar sem reyndarteikningar. Samþykkt að fresta afgreiðslu lóðarmáls Hafnarbyggðar 61 og starfsmanni falið að vinna áfram í málinu og skila upplýsingum fyrir næsta fund.

3.    mál: Sláturfélag Vopnfirðinga hf. – Bréf Þórðar Pálssonar, dags. 05. ágúst 2014, er varðar ósk um endurnýjað starfsleyfis sviðaaðstöðu ásamt heimild fyrir staðsetningu gærubretta, lagt fram. Einnig bréf HAUST, dags. 08. ágúst 2014, innihaldandi starfsleyfi af hendi HAUST, háð samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar. Ennfremur tvær ljósmyndir af staðháttum, teknar í september 2014.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða stöðuleyfi til 2ja ára en fer fram á að tíminn verði nýttur til að finna aðstöðunni varanlegt húsnæði. Vakin er athygli á að sveitarfélagið hefur mótaða stefnu í gjaldtöku gáma og því verði fylgt eftir af hendi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir staðsetningu gæranna að þessu sinni en unnið verði að því að finna varanlega lausn til framtíðar.

4.    Skálanesgata 12 – Bréf eiganda, dags. 04. september 2014, fyrirspurn um heimild til að stækka bílgeymslu tilheyrandi húseigninni. Einnig skissteikning framlögð, dags. 03.09.14. Gegn heimild verða lagðar fram endanlegar teikningar.

Jakobína yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndina en erindinu vísað til byggingafulltrúa. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsókn með fullnaðaruppdráttum og að undangenginni grenndarkynningu liggur fyrir.

5.    Kolbeinsgata 58 – Ósk um stöðuleyfi fyrir geymsluhús á lóð Kolb.g. 58 þar sem er fyrir bílskúrsréttur, skv. bréfi dags. 21. ágúst 2014. Húsið er nú staðsett á lóð Skálanesgötu 7 og er upphaflega gámur, 2.5 x 6 m. Meðfylgjandi afstöðumynd.

Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum sem óskað er. Hins vegar getur umsækjandi sótt um að nýju fyrir hús á þessum stað og geymsluhúsið meðhöndlað samkvæmt því.

    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:35.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir