Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 20. nóvember 2014

20.11 2014 - FimmtudagurFundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
20. nóvember 2014, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Gísli Sigmarsson, Jakobína Sveinsdóttir, Hinrik Ingólfsson, Teitur Helgason, Axel Sveinbjörnsson og Baldur Kjartansson.

Einnig mættur til fundar Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

Í upphafi fundar óskaði Gísli Sigmarsson eftirfarandi bókunar:

„Undirritaður lýsir yfir óánnægju minni með að varamenn framsóknar skulu ekki boðaðir í forföllum aðalfulltrúa framsóknar.“

Dagskrá fundar:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 09. september sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt.


2.    mál: Engihlíð / Svínabakkar, heimild til framræslu lands – Umsókn Gauta Halldórssonar og Halldóru Andrésdóttur, ábúendur Engihlíð, dags. 21.10.2014, um jarðrækt í landi Engihlíðar, heimild til framræslu lands. Umsókn Jóhanns Marvinssonar og Þórdís M. Sumarliðadóttur, ábúendur Svínabökkum, dags. 27.10.2014, um heimild til hins sama. Meðfylgjandi er svarbréf UST, dags. 14. nóvember 2014. Svör Skipulagsstofnunar og RML liggja einnig fyrir.

Magnús gerði nánar grein fyrir málinu að ósk formanns. Litið er á umsóknirnar sem tvö aðskilin mál. Síðan var bókað vegna Engihlíðar:

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en leggur til að málinu verði frestað þar til allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Skipulags- og byggingafulltrúa Vopnafjarðarhrepps er falið að vinna málið áfram og skila niðurstöðu umsagnaraðila á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Vegna Svínabakka:

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en leggur til að málinu verði frestað þar til allar nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Skipulags- og byggingafulltrúa Vopnafjarðarhrepps er falið að vinna málið áfram og skila niðurstöðu umsagnaraðila á næsta fundi nefndarinnar. Kallar nefndin eftir frekari gögnum af hendi ábúenda. Samþykkt samhljóða.


3.    Skólpdælustöð Kolaporti – Vopnafjarðarhreppur sækir um heimild til að reisa skólpdælustöð í s. k. Kolaporti sunnan og ofan Kaupfélagsbryggju. Meðfylgjandi bréf sveitarstjóra, dags. 17. nóvember 2014, og uppdrættir Eflu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa framkvæmd fyrir sitt leyti þar sem framkvæmdin er útlistuð inn á skilgreindu aðalskipulagi sveitarfélagsins 2006-2026 og tilgreint er í greinagerð gr. 3.3.16.5, Skólp og fráveita þar um. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps að ganga frá málinu í samráði við þá umsagnaraðila sem þurfa að koma að slíkum málum þ. e. heilbrigðiseftirlit o. fl. og heimilar útgáfu byggingarleyfis þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samhljóða samþykkt.

Fram fór umræða um hversu langt til framtíðar er horft með byggingu dælustöðvarinnar. Ekki er dregið í efa að hönnun gerir ráð fyrir slíku en vangaveltur um við hvað sé miðað m. t. t. stærðar.


4.    Hótel Tangi – Erindi rekstraraðila Hótels Tanga um heimild til að staðsetja 9 m2 geysmluhús á hótellóðinni. Meðfylgjandi gögn frá söluaðila og tölvuskeyti Gísla Arnar Gíslasonar, dags. 02. október sl.. um þörf á auknu geymslurými fyrir hótelið. Meðfylgjandi myndir af vettvangi. Samþykkja þarf framkvæmdina/staðsetninguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt þessa framkvæmd að svo stöddu þar sem ekki hafa borist fullnægjandi gögn af framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska eftir þeim gögnum sem upp á vantar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er síðan heimilt að gefa út framkvæmdarleyfi  þegar gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.


5.    Vegagerðin v/Einarsstaðavegar – Ósk um heimild til efnistöku úr gamalli námu við Einarsstaðaveg og varðar styrkingu og endurbætur á honum. Sbr. erindi Vegagerðar ásamt yfirlitsmyndum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa framkvæmd fyrir sitt leyti en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir skriflegri yfirlýsingu framkvæmdaraðila um frágang á námu eftir efnistöku. Samþykkt samhljóða.


6.    Skuldarhalli ehf. Hafnarbyggð 19 – Heimild til að klæða bygginguna að utan með láréttri bárustálsklæðningu til verndar húseigninni. Sama gildir um Hátún, Fagrihjalli 3a.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessar framkvæmdir fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni á Hafnarbyggð 19 en óska eftir frekari upplýsingum ásamt gögnum um framkvæmdina á Hátúni, Fagrahjalla 3a. Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:33
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir