Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 06. janúar 2015

07.01 2015 - Miðvikudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
06. janúar 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Baldur Kjartansson, Baldur H. Friðriksson, Hinrik Ingólfsson, Teitur Helgason, Gísli Sigmarsson og Borghildur Sverrisdóttir.

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Við upphaf fundar óskaði formaður eftir heimild til að leggja fyrir fund tvö erindi sem ekki eru skv. boðaðri dagskrá:
Annars vegar erindi Gísla Arnars Gíslasonar, f. h. Hótels Tanga, er varðar uppsetningu skiltis á afmarkaðan reit framan hótels skv. ódagsettu bréfi, sem barst í desember sl. sem 5. mál á dagskrá. Samhljóða samþykkt enda leyfi fundartíminn það.
Hins vegar ódags. erindi Sigurbjörns Björnssonar varðandi heimild til að setja á austurstafn húss hans að Hafnarbyggð 54 bílskúrsdyr, sem 6. mál á dagskrá. Samhljóð samþykkt á sömu forsendum.

Síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá fundar:


1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. nóvember sl. lögð fram.
Fundargerðin síðan samþykkt.

2.    mál: HB Grandi hf., fyrirspurn v/nýrra blástursfrysta – Erindi Gísla Sigmarssonar f. h. HB Granda hf., dags. 18.12.2014, ásamt uppdráttum ASK arkitekta varðandi heimild til stækkunar núverandi hrognaþurrkunarhúss undir blástursfrysta. Auk heldur nýtt forrými á suðurgafl núv. húss.

Var borið upp hvort Gísli skyldi yfirgefa fund undir þessum lið en taldi enginn þörf á, gæti hann nýst við kynningu erindisins. Gerði Gísli nánar grein fyrir málinu að ósk formanns. Fram fór mikil umræða um málið þar sem nefndarmenn lýstu skoðunum sínum. Fyrir afgreiðslu málsins yfirgaf Gísli fundinn. Síðan bar formaður upp eftirfarandi bókun:
    
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirspurn þessa er varðar byggingaráform á vinnsluhúsnæði HB Granda undir blástursfrysta. Fram kemur í fyrirspurninni að byggingaráformin muni ná um 1 meter inn á skilgreindan akveg um hafnarsvæðið. Nefndin lítur svo á að sú skerðing sé það lítilsháttar að ekki sé þörf á að setja slíkt í breytingaferli deiliskipulags.

Tillagan samþykkt samhljóða. Og ennfremur:

Nefndin vekur athygli á að verði dæluhúsið fært, svo sem áður hefur rætt verið að gera, hafa forsendur allar breyst viðvíkjandi legu akvergar.

Gísli tók síðan sæti á fundinum að nýju.

3.    mál: Engihlíð / Svínabakkar, heimild til framræslu lands og afleggjara að þjóðveg – Umsókn Gauta Halldórssonar og Halldóru Andrésdóttur, Engihlíð, um heimild til framræslu lands og afleggjara að þjóðveg. Umsókn Jóhanns Marvinssonar og Þórdís M. Sumarliðadóttur, Svínabökkum, varðandi sama Áður tekið fyrir á fundi þann 20. nóvember sl.

Formaður lagði fram eftirfarandi bókunartillögu:

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsókn Engihlíðar um jarðrækt og framræslu lands þar sem öll gögn liggja fyrir. Nefndin bendir á að áður en frekari framkvæmd (stækkun) verður samþykkt þarf að tilkynna framkvæmdina í heild til umsagnar Skipulagsstofnunar.

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir umsókn Svínabakka um jarðrækt og framfærslu lands. Þó með þeim fyrirvara að enn vantar umbeðin gögn. Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilt að klára málið við umsóknaraðila þegar þau gögn sem upp á vantar liggja fyrir. Nefndin bendir á að áður en frekari framkvæmd (stækkun) verður samþykkt þarf að tilkynna framkvæmdina í heild til umsagnar Skipulagsstofnunar.  

Samþykkt samhljóða.

4.    mál: Vegagerðin – Erindi Vegagerðar til Vopnafjarðarhrepps, dags. 18.09.2014, varðandi leyfilegan hámarkshraða í þéttbýli Vopnafjarðar. Óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd leggi fram tillögur um hámarkshraða á götum innan þéttbýlis fyrir sveitarstjórn.

Afgreiðslu málsins frrestað til næsta fundar sem haldinn þriðjudaginn 27. janúar nk.

5.    mál: Hótel Tangi – Ósk rekstraraðila Hótels Tanga um heimild til að staðsetja skilti á hótellóðinni skv. bréfi Gísla Arnars Gíslasonar. Meðfylgjandi er ljósmynd sem sýnir hvar skiltið mun verða staðsett neðan hótels við Hafnarbyggðina.

Frestað til næsta fundar.

6.    mál: Hafnarbyggð 54 v/bílskúrsdyra – Ósk eiganda um heimild til setja á austurstafn hússins bílskúrsdyr, skv. erindi hér að lútandi. Til skýringa myndir fyrir og eftir framkvæmd.

Frestað til næsta fundar.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:20.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir