Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 27. janúar 2015

06.02 2015 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
27. janúar 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hinrik Ingólfsson, Baldur H. Friðriksson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Gísli Sigmarsson, Baldur Kjartansson og Borghildur Sverrisdóttir.

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

Formaður bar upp heimild til að breyta dagskrá þannig að málefni Vegagerðar yrði tekið sem síðasta mál fundar. Samhljóða samþykkt.

Dagskrá:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 06. janúar sl. lögð fram.

Fundargerðin samhljóða samþykkt.

2.    mál: Vegagerðin – Erindi Vegagerðar til Vopnafjarðarhrepps, dags. 18.09.2014, varðandi leyfilegan hámarkshraða í þéttbýli Vopnafjarðar. Óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd leggi fram tillögur um hámarkshraða á götum innan þéttbýlis fyrir sveitarstjórn. Meðfylgjandi þéttbýliskort.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hámarkshraði á stofnbrautum verði 40 km./klst. Á öðrum svæðum leggur nefndin til að hámarkshraði verði 30 km./klst. með fáeinum undantekningum sem verða síðar teknar til umræðu innan nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

3.    mál: Hótel Tangi – Ósk rekstraraðila Hótels Tanga um heimild til að staðsetja skilti á hótellóðinni skv. bréfi Gísla Arnars Gíslasonar. Meðfylgjandi er ljósmynd sem sýnir hvar skiltið mun verða staðsett neðan hótels við Hafnarbyggðina auk ljósmynda af skiltinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið samhljóða.

4.    mál: Hafnarbyggð 54 v/bílskúrsdyra – Ósk eiganda um heimild til setja á austurstafn hússins bílskúrsdyr, skv. erindi hér að lútandi. Til skýringa myndir fyrir og eftir framkvæmd.

Formaður vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið samhljóða.


Nefndarmenn sammála um að nefndin fundi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, svo fremi sem mál liggi fyrir til afgreiðslu.

Vakin er athygli á að erindi þurfa að berast byggingafulltrúa viku fyrir fund.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:25.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir