Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 03. mars 2015

16.03 2015 - Mánudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
03. mars 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Baldur Kjartansson, Hinrik Ingólfsson, Gísli Sigmarsson, Baldur H. Friðriksson og Borghildur Sverrisdóttir.

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.


1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. janúar sl. lögð fram.
Fundargerðin síðan samþykkt.

2.    mál: HB Grandi hf. – Umsókn félagsins um heimild til að byggja við núverandi hrognaþurrkunarhús undir blástursfrysta ásamt nýju forrými. Einnig heimild til að flytja blástursfrysta úr núv. húsi í hið nýja. Meðfylgjandi uppdrættir, umsókn, skráningartafla, umsögn Verkís og umsögn HAUST. Fyrirspurn hér að lútandi tekin fyrir á fundi nefndarinnar 06. janúar sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða umsókn HB Granda hf. og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ljúka málinu.

3.    mál: Mannvirkjastofnun – Bréf Skúla Lýðssonar hjá Mannvirkjastofnun, dags. 21. janúar 2015, varðandi umsókn byggingafulltrúa um úttekt á gæðastjórnunarkerfi embættisins. Lagt fram til kynningar.

Nefndin óskar kynningar byggingafulltrúa á gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps þegar það væri fullmótað.

4.    mál: Endurskoðun á samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar – Samþykkt hreppsnefndar, dags. 05. febrúar 2015, um endurskoðun á samþykkt nefndarinnar, sbr. hjálagt. Lagt fram til kynningar.

Bent er á að nefndinni hefur ekki borist formlegt erindi frá sveitarstjórn.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:00.

Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir