Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 21. apríl 2015

01.05 2015 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
21. apríl 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Gísli Sigmarsson, Baldur Kjartansson, Baldur H. Friðriksson, Borghildur Sverrisdóttir, Hinrik Ingólfsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 03. mars sl. lögð fram.
Fundargerðin síðan samþykkt

2.    mál: Hámarkshraði í þéttbýlinu – Á fundi hreppsnefndar þann 05. febrúar sl. var eftirfarandi samþykkt: Hreppsnefnd leggur til að hámarkshraði í þéttbýlinu verði 40 km./klst. Skoðað verði í samráði við skipulags- og umhverfisnefnd á hvaða götum hraði verði minnkaður frekar. Óskar sveitarstjórn hér með að nefndin, sbr. bókun, taki málið til umfjöllunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til eftirfarandi tvær tillögur fyrir hreppsnefnd og er þær að finna hér fyrir aftan. Merktar tillaga 1 og 2.

3.    mál: Samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar endurskoðuð – Á fundi hreppsnefndar þann 05. febrúar sl. var eftirfarandi bókað og samþykkt: Hrund Snorradóttir leggur eftirfarandi til með hliðsjón 3. og 4. tl. í fundargerð [skipul.- og umhv.n.]:„Ég legg til að skipulags- og umhverfisnefnd Vopnafjarðarhrepps verði falið að endurskoða samþykkt nefndarinnar með það að leiðarljósi að fela byggingafulltrúa fullnaðarákvörðun mannvirkjamála skv. lögum og nýjum samþykktum , og einfalda um leið stjórnsýsluna fyrir íbúa sveitarfélagsins“. Samþykkt samhljóða. Óskar sveitarstjórn hér með að nefndin, sbr. bókun, taki málið til umfjöllunar.

Góð umræða var um þessa ályktun og sitt sýnist hverjum um þessa breytingu á samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar frá 01. maí 2014.

Formanni ásamt Sigurði Jónssyni skipulags og byggingarfulltrúa og starfsmanni skipulags- og byggingafulltrúaembættis er falið að fara yfir þessa ályktun frekar og koma með tillögu að nýrri samþykkt.

4.    mál: Skálanesgata 12 vegna stækkunar bílskúrs – Vísað er til fyrirspurnar hér að lútandi og tekin var fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd þann 09. september sl. Meðfylgjandi eru fullnaðarauppdrættir og undirritun nágranna. Er óskað framkvæmdaheimildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til byggingafulltrúa til afgreiðslu.

5.    mál: Umhverfismál – Almenn umræða um umhverfismál í sveitarfélaginu.

Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

6.    mál: Hamrahlíð 26 – Ósk eigenda að húseignin verði skilgreind sem íbúðarhús og ekki atvinnuhúsnæði. Meðfylgjandi eru ljósmyndir að breytingum loknum.

Skipulags og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þessa breytingu á húsnæðinu og felur starfsmanni að klára málið miðað við lög og reglugerð þar um.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.20
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir