Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 12. maí 2015

25.05 2015 - Mánudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
12. maí 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12.00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Baldur Kjartansson, Hinrik Ingólfsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir, Teitur Helgason og Höskuldur Haraldsson.

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson, sem skrifaði fundargerð.

Dagskrá:


1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. apríl sl. lögð fram.

Fundagerðin síðan samþykkt.

2.    mál: Umsögn um þált. um landsskipulagsstefnu 2015-2026 – Karl Björnsson, frkv.stj. Sambands íslenskra sveitarfélaga. Til kynningar.


3.    mál: Umhverfismál – Almenn umræða um umhverfismál í sveitarfélaginu.

Fram fór umræða um umhverfismál. Síðan var bókað:

1)    Skipulags og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Vopnafjarðarhreppur marki sér umhverfisstefnu sem tekur mið af öllum þáttum sem kunna að varða umhverfismál í sveitarfélaginu.

2)    Komið verði á föstum umhverfisdegi að sumri með frumkvæði og þátttöku sveitarfélagsins.

3)    Einnig rædd umgengismál fyrirtækja á staðnum og hvetur skipulags- og umhverfisnefnd forsvarsmenn sveitarfélagsins að þeir beiti sér fyrir umhverfisátaki sem miðar að því að fyrirtæki taki til á lóðum sínum þannig að sómi sé að.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:15.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir