Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 26. ágúst 2015

04.09 2015 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
26. ágúst 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Baldur Kjartansson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Borghildur Sverrisdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir, Hinrik Ingólfsson og Höskuldur Haraldsson.

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson, er ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. maí sl. lögð fram.
Fundargerðin síðan samþykkt.

2.    mál: Síreksstaðir, sumarhús – Umsókn eigenda, sbr. bréf dags. 24. júlí 2015 um heimild til að setja niður sumarhús fyrir ferðaþjónustuna og var áður á Þorsteinsstöðum. Meðfylgjandi er uppdráttur húss, afstöðumynd og skráningartafla.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða heimildina.

3.    mál: Vopnafjarðarhreppur, strandblakvöllur við Lónabraut 4 – Umsókn Vopnafjarðarhrepps um heimild til að staðsetja strandblakvöll á lóð Lónabrautar 4 og var samþykkt í sveitarstjórn 20. ágúst sl. Meðf. afgr. hreppsnefndar, samþykkt Afls um staðsetningu vallar, afstöðu- og loftmynd ásamt tölvuteikningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina fyrir sitt leyti.

4.    mál: Veiðifélag Selár – Óskað er heimildar að leggja 2,45 km veiðislóða með Selá í landi Ytri Nýpa, sem er í framhaldi af núverandi slóða. Meðfylgjandi er bréf Gútafs Vífilssonar f.h. veiðifélagsins, dags. 24. ágúst sl., og loftmynd af svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina. Nefndin leggur á það áherslu að frágangur slóða verði vandaður sem fyrr og frágangur annar svo segir í bréfi umsækjanda.

5.    mál: Kolbeinsgata 46, gróðurhús – Eigendur Kolbeinsgötu 46 óska heimildar fyrir gróðurhús í garði sínum skv. bréfi móttekið 28. júlí sl. Meðfylgjandi er mynd af húsinu frá söluaðila með upplýsingum og samþykkt næstu nágranna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða heimildina. Starfsmanni er falið að vera eigendum innan handar við staðsetningu hússins.

6.    mál: Fagrihjalli 9, útveggjaklæðning – Óskað er framkvæmda-heimildar fyrir útveggjaklæðningu á húseigninni Fagrahjalla 9, sbr. bréf eigenda dags. 14. júlí sl. Um er að ræða ljósa / hvíta steiningu og er til verndar húss.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina en fyrir liggur samþykki næstu nágranna, eigenda Fagrahjalla 5 og 7.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:30.

Meðfylgjandi bréf er varðar umræðu um 6. mál á dagskrá.

Umræða í skipulags- og umhv.n v. Fagrahjalla 9 - 260815.pdf
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir