Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 10. nóvember 2015

14.12 2015 - Mánudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
10. nóvember 2015, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hinrik Ingólfsson, Borghildur Sverrisdóttir, Baldur Kjartansson, Heiðbjört Antonsdóttir, Jakobína Ósk Sveinsdóttir og Baldur H. Friðriksson.

Einnig mættur Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. október sl. lögð fram.
Fundargerðin síðan samþykkt.

2.    mál: Grund/Hafnarbyggð 61, bílskúr – Umsókn um byggingarleyfi, mótt. 21. október sl. Meðfylgjandi uppdrættir og skráningartafla ásamt gátlista. Fyrirspurn hér að lútandi samþykkt á síðasta fundi nefndarinnar að því tilskyldu að lóðarmál verði kláruð.

Skipualags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða byggingarleyfið.

3.    mál: Engihlíð, heimild til jarðræktar – Félagsbúið Engihlíð óskar heimildar til framræslu lands í framhaldi af áður samþykktum skurðgreftri í sama landi. Erindið lá fyrir síðasta fundi en frestað og frekari gagna aflað. Meðf. fyrri gögn og viðbótar.

Starfsmaður gerði nánari grein fyrir málinu að beiðni formanns. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina.

4.    mál: Steinholt 4 – Óskað er heimildar til að klæða húsið með hvítlitaðri zinkklæðningu. Nefndarmenn fengu sendan tölvupóst 15.10 sl. þar sem fram kom ósk eiganda að fá að hefja verkið. 4 nefndarmenn tóku afstöðu en um lítilsháttar útlitsbreytingu er að ræða. Meðf. myndir af framkvæmdum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða framkvæmdina.

5.    mál: Kolbeinsgata 28 – Eigandi óskar heimildar að klæða hús sitt með aluzink bárujárnsklæðningu ásamt að reisa sólpall við húsið, skv. bréfi mótt. 15. október sl. Meðfylgjandi er skissteikning eiganda mótt. sama dag.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdina samhljóða.

6.    mál: Drög að umhverfisstefnu Vopnafjarðarhrepps – Drög að umhverfisstefnu Vopnafjarðarhrepps lögð fram til afgreiðslu nefndarinnar, sbr. samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar 12. maí sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða umhverfisstefnudrögin fyrir sitt leyti. Lagt er til að umhverfisstefnan verði send á hvert heimili í sveitarfélaginu.

Skipulags- og umhverfisefnd óskar fundar um stöðu sorpmála í sveitarfélaginu eftir að flokkun sorps í byggðarlaginu tók gildi, þ.e. almennar upplýsingar um flokkun og endurvinnslu.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:05.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir