Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 03. febrúar 2016

11.03 2016 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps
03. febrúar 2016, haldinn í Miklagarði kl. 12:00

Mætt til fundar: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Hinrik Ingólfsson, Baldur Kjartansson, Baldur H. Friðriksson, Borghildur Sverrisdóttir og Heiðbjört Antonsdóttir.

Einnig mættur: Magnús Már Þorvaldsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. nóvember sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samþykkt

2.    mál: Sundabúð - Vopnafjarðarhreppur – Erindi sveitarstjóra f.h. Vopnafjarðarhrepps, dags. 02. desember sl., um heimild til framkvæmda í Sundabúð. Meðfylgjandi eru áritaðir uppdrættir Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í mars 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir ósk Ólafs Áka Ragnarssonar sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps um breytingar í Sundabúð, efri hæð og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Hafa skal í huga það þessi heimild á einungins við um breytingu á íbúð í Sundabúð, efri hæð.

Bókunin samþykkt með 6 atkv., Baldur Kjartansson sat hjá.

3.    mál: Hótel Tangi – Eigendur Hótels Tanga óska eftir umsögn um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi hótelsins, sbr. erindi dags. 08. desember sl. Meðfylgjandi er skissaðir uppdrættir og ljósmynd.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða óskaðar breytingar og gefur byggingafulltrúa heimild til að veita framkvæmdaleyfi þegar nýjar aðalteikningar með endanlegri hönnun hafa borist.

4.    mál: Ásbrandsstaðir – Óskað er umsagnar og leyfi til rekstrar á tjald-, hjólhýsa- og húsbílastæði, skv. erindi hér að lútandi dags. 12.01.2016. meðfylgjandi eru uppdrættir, ljósmynd og eftirlitsskýrsla HAUST, dags. 05. janúar sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindi um tjald-, hjólhýsa- og húsbílastæðis á Ásbrandsstöðum en bendir umsækjendum á að líklega þurfi að deilidskipuleggja svæðið. Nefndin gerir ekki athugasemdir við hugmyndir um heimagistingu svo framarlgea sem kröfur um slíka gistingu eru uppfylltar.

5.    mál: Sláturfélag Vopnfirðinga hf. – Óskað er heimilidar til að staðsetja brennara fyrir áhættuvef eins og það heitir í erindi Skúla Þórðarsonar frkv.stj., dags. 26. janúar 2016. Meðfylgjandi hluti reglugerðar Umhverfisstofnunar, teikningar af sláturhúsi og upplýsingar frá framleiðanda.

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir ekki staðsetningu brennara á óskuðum stað. Nefndin telur rétt að óska frekari umsagnar um málefnið frá HAUST. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að starfssemi sem þessi er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar, sbr.tl. 11.14 í 1. Viðauka við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og þörf á að bíða niðurstöðu stofnunarinnar og taka þá erindið fyrir að nýju. Ennfremur óskar nefndin eftir nánari frágangslýsingu á ofninum.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:25
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir