Fundagerð skipulags- og umhverfisnefndar 15. apríl 2016

29.04 2016 - Föstudagur

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 15. apríl 2016, haldinn í Miklagarði kl. 08:00

Mætt til fundar: Baldur Kjartansson, Hinrik Ingólfsson, Jakobína Ósk Sveinsdóttir, Borghildur Sverrisdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson og Höskuldur Haraldsson.

Einnig sat fundinn Magnús Már Þorvaldsson er ritaði fundargerð.

Borin upp tillaga að Borghildur Sverrisdóttir taki að sér formennsku – samhljóða samþykkt.

Dagskrá:

1.    mál: Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 03. febrúar sl. lögð fram.

Fundargerðin síðan samhljóða samþykkt.

2.    mál: HB Grandi hf – Erindi Bárðar Jónassonar f.h. HB Granda hf., dags. 12. apríl sl., um heimild til framkvæmda innanhúss í bolfiskvinnsluhúsi félagsins. Meðfylgjandi eru uppdrættir ASK arkitekta, dags. 11.03.2016. Varðar málið fyrirhugaða uppbyggingu félagsins í núverandi byggingu þess.

Tekið til umræðu, kynnti Höskuldur málið nánar enda þekkir hann það vel sem starfsmaður félagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila umbeðna framkvæmd en mun taka erindið fyrir að nýju þegar fullnaðaruppdrættir liggja fyrir.

3.    mál: Hótel Tangi – Eigendur Hótels Tanga óska eftir heimild til gluggaskipta í lægri byggingu hússins en áður var skipt út gluggum í hærri hluta þess, sbr. erindi dags. 14. apríl sl. Meðfylgjandi eru uppdrættir Verkís, dags. 13.04.2016, og upplýsingar gluggaframleiðanda.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að heimila framkvæmdina á grundvelli fyrir liggjandi gagna.

4.    mál: Vopnafjarðarhreppur – Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi efnisnáma. Sbr. meðfylgjandi bréf þáv. sveitarstjóra, dags. 14.12.12 og meðf. bréf Vegagerðar, dags. 14.11.12., er varðar skráningu og framkvæmdaleyfi efnisnáma í Vopnafirði er óskað yfirferðar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Lagt er til að nefndin feli sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulag sveitarfélagsins að nýju í samráði við Skipulagsstofnun. Ennfremur meðf. tillaga að breytingu á aðalskipulagi, dags. 20.03.2009, uppdr. yfir námur, listi yfir námur og tölvupóstur HAUST til starfsmanns, dags. 15.01.2013.

Starfsmaður gerði grein fyrir málinu. Allar námur voru skráðar áður en málið kom fyrir skipulagsnefnd 21. janúar 2013, einkum þær er varða Vesturárdalsveginn vegna þeirra framkvæmda. Fór málið í ferli en var aldrei lokið og því tekið hér með fyrir að nýju. Námur sem ekki eru á skipulagi má ekki nýta og því brýnt að ferlið verði hafið á ný.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að málinu að viðhöfðu samráði við Skipulagsstofnun.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samhljóða samþykkt, fundi slitið kl. 08:40.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir